Gríma - 24.10.1932, Side 33
HVÍTEYRI 31
þar gengust þeir enn á langa stund, mátti lengi vel
ekki á milli sjá, hvor sigra mundi, en svo lauk þeirra
viðskiftum, að hvítabjörninn féll dauður niður. Var
hann allur rifinn og tættur eftir broddana í hófum
Brúns, sem sumstaðar höfðu rifið hann á hol. Það
er af Brún að segja, að hann gekk sár og móður af
fundi þessum, því að fast hafði bangsi lagt hramm-
ana að síðum hans, svo að allur var hann marinn,
meiddur og blóðrisa. Komst Brúnn með herkjum
heim að húsinu, en þar féll hann dauður niður. —
Ekki er þess getið að fleiri bjarndýr hafi heimsótt
Jón bónda á því ári.
Eyrin, þar sem hvítabjörninn lét líf sitt, var kennd
við hann og kölluð Hvíteyri; heldur hún því nafni
enn í dag, en nú er hún orðin mjög grasi vaxin.
5.
Dauði Jéhaunesar í Hofstaðaseli.
(Eftir handriti Hannesar Ó. M. Berglands(?). Sögn Jóns
blinda Jónssonar).
Fyrir og um miðja nítjándu öld bjó Jóhannes Jóns-
son hreppstjóri í Hofstaðaseli í Skagafirði. Kona
hans hét Inga, dóttir Jóns bónda í Merkigili. Þeim
hjónum er lýst þannig, að þau hafi verið öðrum til
fyrirmyndar í allri háttprýði og dugnaði; unnust þau
hugástum og voru samhuga í hverju því, sem til
góðs mátti leiða. Bæði voru þau svo fríð sýnum, að
til var tekið; einkum var það almannarómur að Inga
væri allra kvenna fríðust þar um slóðir, á meðan hún