Gríma - 24.10.1932, Qupperneq 35
DAUÐI JÓHANNESAR 1 HOFSTAÐASELI 33
fara upp fyrir sig í rúminu, en þegar á leið nóttina,
ágerðist ásóknin að Jóhannesi, svo að hvorugum
þeirra varð svefns auðið; tók þó prófastur á öllu því,
sem hann hafði kunnáttu til, en það kom fyrir ekki.
Þann 7. janúar 1851 átti Jóhannes erindi út að
Hólum til að hitta prófast. Reið han’n sex vetra
hesti valgráum, sem beztur var talinn í Skagafirði.
Þegar Jóhannes kom að Hólum, tók prófastur honum
tveim höndum og töluðust þeir við alllanga hríð.
Degi var tekið að halla, þegar Jóhannes bjóst til
heimferðar; hafði hann bragðað lítið af áfengi hjá
prófasti; var hainn því dálítið örari en ella og lét ekki
telja sig á að gista um nóttina. Reið hann alfaraveg
niður Hjaltadal, yfir Hrísháls og segir ekki af ferð-
um hans fyrr en hann kom að Ásgeirsbrekku; er það
næsti bær við Hofstaðasel, en þó all-löng bæjarleið í
milli. Pétur bóndi, sem þá bjó á Ásgeirsbrekku, var
við fjárhús að láta inn fé, þegar Jóhannes reið í
hlaðið. Bauðst Pétur til að fylgja honum heim og þótt
Jóhannes teidi það þarfleysu eina í svo góðu og
björtu veðri, varð það samt úr, að hann dokaði við á
meðan Pétur lauk við að hýsa féð. Síðan iögðu þeir
af stað saman til Hofstaðasels. Veður var hið bezta
og óð tungl í skýjum. Jörð var snjólaus, en svell-
runnin víða, svo að færi var hið æskilegasta. Var Jó-
hannes skemmtinn eftir venju og töluðu þeir um
alia heima og geima. Þegar ekki var eftir nema svo
sem þriðjungur leiðar heim að Hofstaðaseli, sagði Jó-
hannes, að nú væri sér alveg óhætt úr þessu, enda
langaði sig til að lofa Val að þrífa dálítið til fótanna
á rennsléttu svellinu heim að bænum. Pétur kaus
helzt að fylgja honum alla leið, en bað hann þó að
Qrlma VII.
3