Gríma - 24.10.1932, Blaðsíða 37
DAUÐI JÓHANNESAR I HOFSTAÐASELI
35
hart út að Ásgeirsbrekku. Gekk hún rakleitt til bað-
stofu og féll grátandi fram á rúmstokk manns síns.
Hann gat ekki annað lífsmark gefið en að strjúka
ofurhægt og blíðlega um hár hennar og vanga;
horfði hann svo á hana stöðugt, þar til er hann and-
aðist í dögun morguninn eftir.
Jóhannes og Inga áttu tvö börn, Ingibjörgu og
Jón. Giftist Ingibjörg að Kroppi í Eyjafirði og fór
Jón bróðir hennar með henni þangað norður. Nokkru
eftir 1870 fluttust þau til Ameríku. — Inga giftist
aftur séra Arngrími Halldórssyni, sem var prestur
á Bægisá 1843—1863. Var Inga þriðja kona séra
Arngríms, og varð þeim nokkurra barna auðið.
6.
Frá Jáni á VaBhrekku.
(Eftir handriti Áma Jóhannssonar gjaldkera á Akureyri.
Sögn Sölva bónda Magnússonar í Kaupangi, 1906).
Svo er sagt, að Hrafnkelsdalur eystra færi allur í
eyði í svartadauða 1402. Þrjú hundruð árum síðar,
í byrjun átjándu aldar, tók sig upp maður sá af
Fljótsdalshéraði, er Guðmundur hét, og byggði upp
á Aðalbóli. Þangað flutti með Guðmundi annar mað-
ur, er Andrés hét og var Erlendsson. Var hann fyrst
nokkur ár með Guðmundi, en byggði síðan upp bæ-
inn á Vaðbrekku og byrjaði þar búskap. Bjó hann
þar lengi síðan og andaðist þar í hárri elli.
Sonur Andrésar hét Jón, og tók hann við búi eftir
föður sinn í Vaðbrekku. Hann var í æsku fjörmað-
3*
I