Gríma - 24.10.1932, Page 40

Gríma - 24.10.1932, Page 40
38 SAGAN AF GRINDAVÍKUR-ODDI 7. Sagan af Grindavíkur-Oddi. (Eftir gömlu handriti). í Huld IV. er saga af Hafliða bónda í Grindavík. Svipar sögum þessum mjög saman, en þó eru þær að ýmsu leyti frá-i brugðnar hvor annari og þar eð Huld er í fárra manna hönd- um, er saga þessi tekin sjálfstæð. Hafliði hét maður; hann bjó í Grindavík suður og var gildur bóndi. Kona hans hét Sigríður; var hún kvenna mest og skörungur mikill. Son áttu þau, er Oddur hét. óx hann upp með föður sínum og var mjög bráðþroska; meiri var hann og sterkari en jafnaldrar hans. — Hafliði bóndi átti skip gott; var það áttæringur, sem hann hélt til fiskveiða og stýrði sjálfur. — Saga þessi gerðist um það leyti, sem kom- in var á verzlunareinokun í landi hér. Máttu bænd- ur þá eigi kaupa svo lítið sem færi eða öngul af öðr- um þjóðum en Dönum einum fyrir ríki konungs; en ef einhver varð uppvís að verzlun við aðra, varðaði brotið búslóðarmissi og kaghýðingu. Var þó oft rek- in töluverð launverzlun við útlend skip með strönd- um fram, því að Danir urðu oft og einatt uppi- skroppa með algengustu nauðsynjavöru. Nú óx Oddur upp með föður sínum, svo sem fyrr er ritað. Þegar hann var tvítugur að aldri, hafði hann góðan þroska, en mest var hann vanur sjó- mennsku sem faðir hans. Um það leyti gekk hann að eiga konu þá, er Guðrún hét; var hún væn kona af góðri bændaætt. Byggði faðir hans honum þá hálfa jörðina á móti sér. Var baðstofan tvískift, þannig að hvor feðganna bjó í sínum enda hennar.

x

Gríma

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Gríma
https://timarit.is/publication/1422

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.