Gríma - 24.10.1932, Síða 47

Gríma - 24.10.1932, Síða 47
SAGAN AF GRINDAVÍKUR-ODDI 45 en þau vopn höfðu landsmenn ekki þekkt og því ekki tekið þær af þeim. Skutu þeir suma hundana, en hin- ir urðu hræddir við hvellina og reykinn og flýðu und- an. Eftir það ráfuðu þeir félagar um skóginn í þrjá daga og höfðu hina verstu æfi vegna hungurs og þorsta, því að ekkert fundu þeir ætilegt nema skóg- arber og súr epli, sem uxu á sumum trjánum. Voru þeir örmagna af þreytu, þegar þeir loks að kvöldi hins þriðja dags rákust á húskofa lítinn. Hittu þeir þar mann nokkurn ófrýnilegan, sem í fyrstu tók þeim ekki sem verst, en síðar um kvöldið sýndi hann sig í fjandskap við skipstjóra og beið þá Oddur ekki boðanna, heldur greip öxi eina mikla, er þar lá og hjó húsráðanda banahögg. Dvöldu þeir í kofanum nokkra daga og hresstust vel, því að þar voru nóg matvæli, og sömuleiðis fundu þeir þar töluvert af skinnum, sem þeir gátu notað til fata sér, því að all- ir voru þeir rifnir og tánir eftir förina um skógar- þykknið. Héldu þeir svo aftur leiðar sinnar og rák- ust loks á annan kofa eftir margra daga göngu. Var þar fyrir kona nokkur öldruð, sem var mjög hrædd við komumenn; hafði hú'n sérstaklega beyg af Oddi, enda hélt hann á öxi þeirri hinni miklu, sem hann hafði vegið með kofabúann. Eigi skildu þeir félagar mál konunnar, en það gat hún að lokum gert þeim skiljanlegt með bendingum, að sonur hennar hefði ný- legaveginnveriðmeðvopni þessu. Þá tókstOddi einn- ig að svara því, að hann hefði drepið eiganda öxarinn- ar. Við það varð konan ofsaglöð og þakklát, lét af öllum ótta og veitti þeim félögum allan þann beina, er í hennar valdi stóð. Voru þeir þar lengi um kyrrt og undu allvel sinum hag, því að þeir komust upp á að veiða dýr, en konah matbjó fyrir þá og þjónaði
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Gríma

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Gríma
https://timarit.is/publication/1422

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.