Gríma - 24.10.1932, Blaðsíða 47
SAGAN AF GRINDAVÍKUR-ODDI
45
en þau vopn höfðu landsmenn ekki þekkt og því ekki
tekið þær af þeim. Skutu þeir suma hundana, en hin-
ir urðu hræddir við hvellina og reykinn og flýðu und-
an. Eftir það ráfuðu þeir félagar um skóginn í þrjá
daga og höfðu hina verstu æfi vegna hungurs og
þorsta, því að ekkert fundu þeir ætilegt nema skóg-
arber og súr epli, sem uxu á sumum trjánum. Voru
þeir örmagna af þreytu, þegar þeir loks að kvöldi
hins þriðja dags rákust á húskofa lítinn. Hittu þeir
þar mann nokkurn ófrýnilegan, sem í fyrstu tók
þeim ekki sem verst, en síðar um kvöldið sýndi hann
sig í fjandskap við skipstjóra og beið þá Oddur ekki
boðanna, heldur greip öxi eina mikla, er þar lá og
hjó húsráðanda banahögg. Dvöldu þeir í kofanum
nokkra daga og hresstust vel, því að þar voru nóg
matvæli, og sömuleiðis fundu þeir þar töluvert af
skinnum, sem þeir gátu notað til fata sér, því að all-
ir voru þeir rifnir og tánir eftir förina um skógar-
þykknið. Héldu þeir svo aftur leiðar sinnar og rák-
ust loks á annan kofa eftir margra daga göngu. Var
þar fyrir kona nokkur öldruð, sem var mjög hrædd
við komumenn; hafði hú'n sérstaklega beyg af Oddi,
enda hélt hann á öxi þeirri hinni miklu, sem hann
hafði vegið með kofabúann. Eigi skildu þeir félagar
mál konunnar, en það gat hún að lokum gert þeim
skiljanlegt með bendingum, að sonur hennar hefði ný-
legaveginnveriðmeðvopni þessu. Þá tókstOddi einn-
ig að svara því, að hann hefði drepið eiganda öxarinn-
ar. Við það varð konan ofsaglöð og þakklát, lét af
öllum ótta og veitti þeim félögum allan þann beina,
er í hennar valdi stóð. Voru þeir þar lengi um kyrrt
og undu allvel sinum hag, því að þeir komust upp á
að veiða dýr, en konah matbjó fyrir þá og þjónaði