Gríma - 24.10.1932, Side 52
50
HULDUKONAN í SKÖKHÓL
10.
HDldukonan í Skökhól.
(Eftir handriti Sigluvíkur-Jónasar).
Grund í Svarfaðardal, þar sem Þorsteinn svörfuð-
ur bjó, hefur frá fyrstu tíð þótt kostajörð; einkum
hefur hún grasnytjar fram yfir aðrar jarðir þar í
grennd, og munu þær þó vera rýrari nú en áður var.
Þó er galli mikill á jörðinni. Landslagi er þannig
háttað, að fyrir ofan bæinn er afarbrött fjallshlíð,
er nær alla leið ofan að túninu, og er það einnig í
nokkrum halla. Fyrir ofan hlíð þessa er lítill hjalli,
og svo f jallsbratti þar upp af, en í lægð á hjalla þess-
um er tjörn, sem Nykurtjörn heitir; er það forn tru,
að í henni hafi nykur aðsetur sitt. Þykir tjörn þessi
vera með óeðlilegum hætti, því að í leysingum á vor-
in tekur ekki ís af henni sem öðrum vötnum, heldur
miklu síðar. Hleypur þá loks ólga í tjömina, brotna
og losna stórir jakar og ryðst flóðið fram úr þröngu
klettagili niður fjallshlíðina, svo að túnið og bærinn
á Grund eru í mesta voða fyrir ísruðningi og grjót-
burði. Má búast við þessum ósköpum á hverju vori
og þarf oft á liði að halda til þess að bægja rennsl-
inu norður fyrir túnið; hefur þó ekki verið hægt að
verja túnið norðanvert fyrir talsverðum skemmdum.
Fyrir neðan gilið er dálítil öldótt bunga; hefur grjót-
skriðan runnið báðumegin við hana skammt fyrir of-
an túnið og saman aftur fyrir neðan. Bunga þessi
er kölluð Tunga. í henni er nær töðugæft gras, en
svo hefur jafnan sagt verið, að ekki mætti nytja
hana til sleegna, því að af því mundu vandræði hljót-