Gríma - 24.10.1932, Side 54
52
HULDÚKONAN 1 SKÖKHÖL
allan þeirra búskap ogmundu honum þykja það smá-
ir kostir, ef hann hefði ekki völ á öðru meira. Þá
þóttist Gísli spyrja konuna, hvar hún ætti heima.
»Ég á heima hérna uppi í Skökhólnum«, svaraði hún,
»og segi eg þér það nú í eitt skifti fyrir öll, að ef
þú hættir ekki teknum hætti, að slá tunguna, muntu
sjálfan þig fyrir hitta«. Þá þóttist Gísli segja: »Eg
hef tekið Grund í byggingu með öllum nytjum og
réttindum, geld fullkomið eftirgjald eftir hana, og
þykist því sjálfráður að því að hagnýta sér jörð-
ina að fullu, og tunguna mun eg slá eftir sem áður«.
Þá varð konan þung á svip, leit á hann og mælti
höstum rómi: »Jæja, súptu þá af soðinu!« Síðan
hvarf hún á burt.
Eitthvað viku síðar lá Gísli í rekkju sinni um nótt
og þóttist vaka; varð hann þá var við einkennilega
lykt, þóttist rísa á fætur og ganga fram göngin allt
fram að eldhúsdyrum, sem voru að norðanverðu í
göngunum. Þóttist hann sjá eldsglæður í hlóðunum
og konu, sem kraup við þær og var að blása í glæð-
urnar. Veik hann sér að henni og sagði höstuglega:
»Hættu þessu! Því ertu að gera þetta?« Leit hún þá
við og þóttist hann þekkja huldukonuna úr Skökhól.
Kvaðst hún gera þetta í ofurlitlu greiðaskyni fyrir
undirtektir hans síðast, þegar hún bað hann að slá
ekki tunguna, og muni þó ekki allt búið enn. Við
þetta hrökk Gísli upp í rúmi sínu og fann megna
reykjarlykt, klæddi sig í snatri og gekk fram; voru
þá göngin full af reykjarsvælu og eldhúsið í björtu
báli. Kallaði Gísli á fólk sitt til aðstoðar og einnig
komu þangað menn af öðrum bæjum, svo að bænum
varð borgið, en eldhúsið brann að köldum kolum og
allt, sem í því var, kiápar, ket, magálar, skinnavara