Gríma - 24.10.1932, Síða 54

Gríma - 24.10.1932, Síða 54
52 HULDÚKONAN 1 SKÖKHÖL allan þeirra búskap ogmundu honum þykja það smá- ir kostir, ef hann hefði ekki völ á öðru meira. Þá þóttist Gísli spyrja konuna, hvar hún ætti heima. »Ég á heima hérna uppi í Skökhólnum«, svaraði hún, »og segi eg þér það nú í eitt skifti fyrir öll, að ef þú hættir ekki teknum hætti, að slá tunguna, muntu sjálfan þig fyrir hitta«. Þá þóttist Gísli segja: »Eg hef tekið Grund í byggingu með öllum nytjum og réttindum, geld fullkomið eftirgjald eftir hana, og þykist því sjálfráður að því að hagnýta sér jörð- ina að fullu, og tunguna mun eg slá eftir sem áður«. Þá varð konan þung á svip, leit á hann og mælti höstum rómi: »Jæja, súptu þá af soðinu!« Síðan hvarf hún á burt. Eitthvað viku síðar lá Gísli í rekkju sinni um nótt og þóttist vaka; varð hann þá var við einkennilega lykt, þóttist rísa á fætur og ganga fram göngin allt fram að eldhúsdyrum, sem voru að norðanverðu í göngunum. Þóttist hann sjá eldsglæður í hlóðunum og konu, sem kraup við þær og var að blása í glæð- urnar. Veik hann sér að henni og sagði höstuglega: »Hættu þessu! Því ertu að gera þetta?« Leit hún þá við og þóttist hann þekkja huldukonuna úr Skökhól. Kvaðst hún gera þetta í ofurlitlu greiðaskyni fyrir undirtektir hans síðast, þegar hún bað hann að slá ekki tunguna, og muni þó ekki allt búið enn. Við þetta hrökk Gísli upp í rúmi sínu og fann megna reykjarlykt, klæddi sig í snatri og gekk fram; voru þá göngin full af reykjarsvælu og eldhúsið í björtu báli. Kallaði Gísli á fólk sitt til aðstoðar og einnig komu þangað menn af öðrum bæjum, svo að bænum varð borgið, en eldhúsið brann að köldum kolum og allt, sem í því var, kiápar, ket, magálar, skinnavara
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Gríma

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Gríma
https://timarit.is/publication/1422

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.