Gríma - 24.10.1932, Side 57

Gríma - 24.10.1932, Side 57
JÓN A SKJÖLDÓLFSSTÖÐUM OG HULDUKONAN 55 »Eg held það verði til lítils«, sagði eg, »eða hvað getur það verið?« »Það er«, svaraði hún, »að biðja þig að selja mér pott af nýmjólk á hverju kvöldi í hálfan mánuð«. Eg sagði, að það kynnu að verða ein- hver ráð með það. »Jæja«, svaraði hún, »en því fylg- ir nú nokkuð meira, — það má enginn vita neitt um það«. »Því þori eg ekki að lofa«, sagði eg, »því að eg get það líklega ekki, svo að enginn verði var við það«. »Heittu þá á mig«, svaraði hún, »að gera það samt, ef atvik falla svo, að hægt sé að leyna aðra því«. »Það er þá nær«, svaraði eg, »en hvar læturðu ílátið undir mjólkina?« »Hefur þú tekið eftir því«, svaraði hún, »að annarsvegar við dyratréð yfir tóftardyrun- um er dálítið skot í vegglægjunni? Þar læt eg könnu undir mjólkina«. Eg bauð konu þessari að koma heim í bæ með mér og þiggja góðgerðir, en það vildi hún ekki; kvaddi hún mig síðan og fór burt. — Þótt eg sæi konu þessa ekki gjörla, þóttist eg vera viss um að hafa aldrei séð hana fyrri; málfæri hennar var einkennilegt og tók eg þegar eftir að það var frábrugðið því, er tíðkaðist hér í sveitinni. Þegar eg gekk út úr tóftinni, fann eg þar sem til var vísað trékönnu með loki yfir. Veðri var svo farið, að loft var þykkt og ofurlítil hríðarmugga, en hvessti með kvöldinu og gerði kafalds-hríð, svo að eg þorði ekki að sleppa mjaltakonunum einum í fjósið. Hafði eg lítil karlmannaráð, en fjósvegur var nokkuð langur, svo að eg fór sjálfur með þeim. Svo mátti heita, að alltaf væri stórhríð á degi hverjum í hálfan mánuð og rak niður hina mestu fönn; eg fór því með stúlk unum í fjósið á hverju kvöldi allan þenna tíma. Sex voru kýr í fjósi og allar með mjólk. Bar eg mjólkur- föturnar fram í ranghalann jafnóðum og í þær var

x

Gríma

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Gríma
https://timarit.is/publication/1422

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.