Gríma - 24.10.1932, Side 61
LJÚFLINGS-BJARNI
59
neðan við hana rennur áin sunnan dalinn allt út og
ofan í Skjálfandafljót. Var Bjarna leitað vandlega
um allt þetta svæði, en hann fannst hvergi; hugðu
menn hann dauðan vera eða heillaðan af álfum og
þótti hinn mesti skaði að hvarfi hans. — Þegar kom-
ið var fram á haust, kom Bjarni einn góðan veður-
dag heim að Kálfborgará heill á húfi; urðu allir
fegnir komu hans og spurðu hann spjörunum úr, en
Bjarna var brugðið við burtveruna að því leyti, að
þar sem hann áður hafði verið kátur og skrafhreif-
inn, var hann nú orðinn fálátur og þegjandalegur.
Varðist hann allra frétta og svaraði engu orði öllum
spurningum manna um hvarf hans og útivist. Þótti
hann jafnan undarlegur á geðsmunum eftir þetta og
styrkti það almenning í þeirri trú, að hann hefði
dvalið með álfum um sumarið og orðið fyrir álögum
af þeirra hálfu. Var hann því kallaður Ljúflings-
Bjarni. Aldrei var hann við kvenmann kenndur og
voru þó margar meyjar fúsar til að ganga með hon-
um; var líkast því sem hann forðaðist allt kvenfólk.
Bjarni varð maður gamall og dó í hárri elli á Kálf-
borgará; var sagt að hann hafi gefið fátækum eigur
sínar eftir sinn dag. Þegar Bjarni var dáinn og farið
var að tína saman reitur hans, fundust blöð nokkur
með hans hendi, og þegar að var gætt, var þar rituð
æfisaga hans í ágripi. Sannaðist þá til fulls, hvernig
stóð á hvarfi hans á yngri árum, og var sá kafli hér
um bil á þessa leið:
»Þegar eg var að ganga við féð upp hjá Kálfborg-
inni, heyrði eg allt í einu yndisfagran söng úr klett-
unum. Fór eg að forvitnast um, hvernig á þessu gæti
staðið og greindi þá glöggt, að þetta var kvenmanns-
rödd og kom frá kletti, sem var skammt frá mér.