Gríma - 24.10.1932, Síða 61

Gríma - 24.10.1932, Síða 61
LJÚFLINGS-BJARNI 59 neðan við hana rennur áin sunnan dalinn allt út og ofan í Skjálfandafljót. Var Bjarna leitað vandlega um allt þetta svæði, en hann fannst hvergi; hugðu menn hann dauðan vera eða heillaðan af álfum og þótti hinn mesti skaði að hvarfi hans. — Þegar kom- ið var fram á haust, kom Bjarni einn góðan veður- dag heim að Kálfborgará heill á húfi; urðu allir fegnir komu hans og spurðu hann spjörunum úr, en Bjarna var brugðið við burtveruna að því leyti, að þar sem hann áður hafði verið kátur og skrafhreif- inn, var hann nú orðinn fálátur og þegjandalegur. Varðist hann allra frétta og svaraði engu orði öllum spurningum manna um hvarf hans og útivist. Þótti hann jafnan undarlegur á geðsmunum eftir þetta og styrkti það almenning í þeirri trú, að hann hefði dvalið með álfum um sumarið og orðið fyrir álögum af þeirra hálfu. Var hann því kallaður Ljúflings- Bjarni. Aldrei var hann við kvenmann kenndur og voru þó margar meyjar fúsar til að ganga með hon- um; var líkast því sem hann forðaðist allt kvenfólk. Bjarni varð maður gamall og dó í hárri elli á Kálf- borgará; var sagt að hann hafi gefið fátækum eigur sínar eftir sinn dag. Þegar Bjarni var dáinn og farið var að tína saman reitur hans, fundust blöð nokkur með hans hendi, og þegar að var gætt, var þar rituð æfisaga hans í ágripi. Sannaðist þá til fulls, hvernig stóð á hvarfi hans á yngri árum, og var sá kafli hér um bil á þessa leið: »Þegar eg var að ganga við féð upp hjá Kálfborg- inni, heyrði eg allt í einu yndisfagran söng úr klett- unum. Fór eg að forvitnast um, hvernig á þessu gæti staðið og greindi þá glöggt, að þetta var kvenmanns- rödd og kom frá kletti, sem var skammt frá mér.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Gríma

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Gríma
https://timarit.is/publication/1422

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.