Gríma - 24.10.1932, Síða 62
60
LJÚFLINGS-BJARNI
Enga manneskju sá eg í fyrstu, en söngur þessi
hafði þau áhrif, að eg varð sem frá mér numinn og
gat engan veginn slitið mig frá honum. Loksins
rankaði eg nokkuð við mér og fór að hugsa um að
halda heim með féð, en þá sá eg að hjá mér stóð
forkunnar-fögur álfamær; hún tók í hönd mér og
sagði:
Kom þú, Bjarni, í bæinn minn,
bú með oss svo lengi
í gleðigengi;
verða, láttu vilja þinn
að víkja burtu nú um sinn
frá mennsku mengi.
Þú skalt öðlast lukkulíf,
ljúft þig elskar þetta víf,
er hrærir hörpustrengi, —
í stærsta gleðigengi
gakk þú með oss lengi.
i sama vetfangi opnuðust dyr á Kálfborginni og
leiddi álfamærin mig inn um þær. Þar var fyrir önn-
ur álfamær, og svo fögur sem sú mærin var, sem
leiddi mig inn, þá var hin enn þá fegri, sem fyrir
var; sat hún og sló gullhörpu og söng undir svo ynd-
islega, að slíkt hef eg aldrei heyrt fyrr né síðar.
Stóð hún upp, heilsaði mér blíðlega og bauð mig vel-
kominn. Svo var eg gagntekinn af fegurð og blíðu
meyjanna, að eg gleymdi þegar öllu öðru; gekk eg
hugfanginn um dýrðlega sali og gullskreytt herbergi,
hvíldi í mjúkum hægindum og gætti einskis annars
en að njóta alls þess unaðar, sem mér var í té látinn.
Meyjar þessar voru systur og bjuggu út af fyrir sig,
en þangað kom líka stundum annað álfafólk og
k