Gríma - 24.10.1932, Blaðsíða 62

Gríma - 24.10.1932, Blaðsíða 62
60 LJÚFLINGS-BJARNI Enga manneskju sá eg í fyrstu, en söngur þessi hafði þau áhrif, að eg varð sem frá mér numinn og gat engan veginn slitið mig frá honum. Loksins rankaði eg nokkuð við mér og fór að hugsa um að halda heim með féð, en þá sá eg að hjá mér stóð forkunnar-fögur álfamær; hún tók í hönd mér og sagði: Kom þú, Bjarni, í bæinn minn, bú með oss svo lengi í gleðigengi; verða, láttu vilja þinn að víkja burtu nú um sinn frá mennsku mengi. Þú skalt öðlast lukkulíf, ljúft þig elskar þetta víf, er hrærir hörpustrengi, — í stærsta gleðigengi gakk þú með oss lengi. i sama vetfangi opnuðust dyr á Kálfborginni og leiddi álfamærin mig inn um þær. Þar var fyrir önn- ur álfamær, og svo fögur sem sú mærin var, sem leiddi mig inn, þá var hin enn þá fegri, sem fyrir var; sat hún og sló gullhörpu og söng undir svo ynd- islega, að slíkt hef eg aldrei heyrt fyrr né síðar. Stóð hún upp, heilsaði mér blíðlega og bauð mig vel- kominn. Svo var eg gagntekinn af fegurð og blíðu meyjanna, að eg gleymdi þegar öllu öðru; gekk eg hugfanginn um dýrðlega sali og gullskreytt herbergi, hvíldi í mjúkum hægindum og gætti einskis annars en að njóta alls þess unaðar, sem mér var í té látinn. Meyjar þessar voru systur og bjuggu út af fyrir sig, en þangað kom líka stundum annað álfafólk og k
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Gríma

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Gríma
https://timarit.is/publication/1422

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.