Gríma - 24.10.1932, Page 65

Gríma - 24.10.1932, Page 65
>FJANDINN VILL NO FINNA ÞIG« 68 fjandans. Benedikt fór sér hægt og var heima um stund; heyrðu menn hann þá fara með vísu þessa: >Á eg- að vera eða fara, eða gera hvað? Á eg að þéra þenna hara þegar eg fer af stað?« Eitthvað fór þó Benedikt burtu um daginn; en þegar leið að háttatíma um kvöldið, kom hann aft- ur; var þá Magnús háttaður. Benedikt gekk að rúmi hans og sagði: iFjandinn vill nú finna þig fyrr en rennur dagur; hann vildi’ ekki hafa mig, honum þótti eg magur«. Benedikt var kyrr á Eyrarlandi eftir sem áður. (Saga þessi er áður prentuð í Sagnakveri Bjöms Bjarna- sonar frá Viðfirði, fyrra hefti, bls. 87—88, en þar er hún bjöguð og' vantar í hana). Í5. Úskastunðln. (Eftir handriti Jakobs Hálfdanarsonar frá Húsavík, 1907. Sögn Sigurbjargar Gunnarsdóttur, Syðsta-húsi á Akureyri). Seint á átjándu öld var á heimili einu á Skaga- strönd stúlka nokkur vel hálfvaxin, er Sólveig hét; var hún þar búfjársmali, en gekk þó líka að hey- vinnu á daginn. — Einu sinni kom stúlka þessi frá smölun til annara vinnukvenna á engjunum. Sagðist

x

Gríma

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Gríma
https://timarit.is/publication/1422

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.