Gríma - 24.10.1932, Page 66
64
ÓSKASTUNDIN
hún þá hafa verið svo heppin að komast undir end-
ann á friðarboganum og hafa notað óskastundina.
Stúlkurnar spurðu hana þá, hvers hún hefði óskað.
»Eg óskaði þess«, svaraði hún, »að eg yrði kaup-
mannskona, og fengi nóg efni og frjálsræði til að
gera gott«. Stúlkunum þótti næsta broslegt, að þessi
umkomulausi vesalingur skyldi hugsa svo hátt og lá
við að kíma að henni.
Þegar Sólveig var fullorðin, réðist hún til vistar
norður á Akureyri. Hún giftist þar beyki nokkrum,
sem Jón hét, og áttu þau son, Níels að nafni; af hon-
um er margt fólk komið, bæði vestan hafs og austan.
— Samvistir Jóns og Sólveigar urðu skammar, því
að hann dó fáum árum síðar. Þá giftist hún aftur
verzlunarþjóni á Akureyri, er hét Baagöe. Hann varð
síðar verzlunarstjóri örum & Wúlffs verzlunar á
Húsavík. Mátti þá kalla að ósk smalastúlkunnar á
Skagaströnd væri uppfyllt.
Sólveig þótti merk kona, góðgerðasöm og mikil-
hæf. Dóttir þeirra hjóna var frú Jakobína, kona
doktor Jóns Hjaltalíns landlæknis.
16.
„Hverjum Oddinum fiá, drottinn minn?”
(Handrit Jónasar Rafnars. Sögn frú Þórunnar Stefáns-
dóttur).
Biskup nokkur í Skálholti var mjög guðhræddur
og gerði á hverju kvöldi bæn sína í dómkirkjunni.
Ráðsmaður staðarins hét Oddur, og fjósastrákurinn
hét sama nafni. Biskup átti dóttur uppkomna, sem