Gríma - 24.10.1932, Side 68

Gríma - 24.10.1932, Side 68
66 PRESTURINN OG BÓNDINN F>ÖLKUNNUGI ur maður og ókvæntur; var hann að mörgu leyti vel gefinn maður, en sá var brestur á ráði hans, að hann þótti nokkuð mikið upp á kvenhöndina. Presti leizt forkunnarvel á bóndadóttur og hafði allan hug á að komast í sem nánastan kunningsskap við hana. Einu sinni seint á vetrardegi kom prestur í húa- vitjun til bónda; var honum boðið að spila um kvöld- ið og gista um nóttina, og tók prestur boðinu glað- lega. Spiluðu þeir bóndi og prestur fram eftir kvöld- inu, en í vökulok spurði bóndi, hvort prestur vildi heldur sofa frammi í stofu eða inni í baðstofu. Svo var húsum háttað, að hjónin sváfu í litlu herbergi inn af baðstofu, en í fremri enda baðstofunnar s\af bóndadóttir í lokrekkju. Kaus prestur að sofa inni í baðstofunni og var vísað til rúms, er stóð gagnvart lokrekkju bóndadóttur; hugsaði hann sér gott til hreyfings að ná fundi stúlkunnar um nóttina, þar sem svo skammt var á milli þeirra. Þegar ljós voru slökt og líkindi voru til að allir væru sofnaðir, brölti prestur á fætur og hugðist að laumast hægt yfir í lokrekkjuna; þreifaði hann sig áfram í myrkrinu, en villtist brátt og vissi ekki, hvert hann fór. Bjástraði hann lengi í ógöngum, þar til er hann loksins kom að háum trjám; héngu hin gimilegustu aldin á grein- um þeirra, svo að prest sárlangaði í þau og fór að klifra upp í trén til þess að ná í aldinin. Um nóttina vaknaði bóndi, hnippti í konu sína og bað hana að fara fram og sækja eld í pípuna sína. Konan fór fram í eldhús og fór að róta undir fel- hellunni eftir köggli, en heyrði þá þrusk fyrir ofan sig og leit upp. Sá hún þá hvar maður sat uppi í eld- húsbitanum og var að sjúga kálfsiður. »Hver fjand- inn er þarna?« spurði konan, »— eða er sem mér

x

Gríma

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Gríma
https://timarit.is/publication/1422

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.