Gríma - 24.10.1932, Qupperneq 69

Gríma - 24.10.1932, Qupperneq 69
PRESTURINN OG BÓNDINN PJÖLKUNNUGI 67 sýnist, að þetta sé presturinn? Hvaða bölvað stand er þetta í yður?« »Minnist þér ekki á það«, svaraði prestur; »eg ætlaði út til þarfinda minna, en lenti í einhverri bannsettri leiðslu, svo að eg villtist«. Kon- an hjálpaði presti ofan af bitanum; blygðaðist hann sín sárlega og bað konuna að segja engum manni frá þessu næturbrölti hans, en hún lofaði því og sagði sem svo, að það væri heppilegt að bónda sín- um væri ókunnugt um það. Síðan fóru þau inn í bað- stofuna; skreið prestur í ból sitt og hætti ekki á fleiri ferðir þá nótt, en konan færði bónda sínum eldinn. »Hvað hefur þú aðhafzt alla þessa stund«, spurði bóndi svo hátt, að prestur mátti vel heyra fram í baðstofuna, »og hver var á gangi þarna frammi?« »Það var enginn á gangi«, svaraði konan, »en mér dvaldist við að lífga upp eldinn«. Daginn eftir bauð bóndi presti að vera þar næstu nótt og tók prestur því boði alls hugar feginn, því að hann sárlangaði til að komast í rekkjuna til bóndadóttur og hugðist ekki að komast í betra færi en þetta. Háttaði hann aftur í sama rúmi um kvöld- ið, beið þess að allir væru sofnaðir og lagði svo at' stað á sama hátt sem fyrri nóttina. En hvernig sem hann þreifaði og hvað varlega sem hann fór, þá villtist hann eins og í fyrra skiftið og ráfaði utan við sig í gegnum ýmsar ófærur, þar til er hann lenti á háum hömrum. Loksins komst hann upp á hamrana, en sá þá ekki annað en gínandi sjó fyrir neðan sig. Sat hann þar lengi og var svo hræddur, að honum varð mál til baksins. Það er af bónda að segja, að hann vaknaði um nóttina og bað konu sína að sækja sér mjólk að 5*
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Gríma

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Gríma
https://timarit.is/publication/1422

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.