Gríma - 24.10.1932, Page 71

Gríma - 24.10.1932, Page 71
PRESTURINN OG BÓNDINN FJÖLKUNNUGI 69 út, sá hún að prestur var þar að vasla í hlaðforinni; var hann allur útataður af slettum, en heimahund- amir stóðu geltandi í kringum hann. »Hvað er þetta?« spurði konan, »ósköp er að sjá, hvað þér er- uð útverkaður«. »ójá«, svaraði prestur, »mér er það óskiljanlegt, hvaða ósköp því geta valdið, að eg verð svona utan við mig á hverri nóttu. Það hljóta að vera einhverjir gerningar«. Bað prestur konuna að þegja yfir þessu, og hét hún því; fylgdi hún presti aftur til rúms síns og varð hann feginn að skríða undir brekánin, því að honum var orðið ónotalega kalt. Bóndi kvartaði enn sem fyrr um hávaða og umgang í bænum, en konan lét sem ekkert væri; það hlyti' að vera tómur hugarburður. Morguninn eftir kom bóndi til prests, þegar hann var að klæða sig, bauð honum góðan dag og spurði, því hann væri svona forugur. »Æ, minnstu ekki á það«, svaraði prestur; »eg veit ekki hvernig í ósköp- unum á því stendur, að allar þessar nætur hef eg þurft að bregða mér fram, en villzt í hvert skifti og lent í einhverri leiðslu, sem aldrei hefur jrfir mig komið áður«. Bóndi brosti að og bauð presti hjá sér að vera um daginn, en hann þakkaði fyrir gott boð og kvaðst eigi mega vera lengur að heiman. Bjóst hann síðan í skyndingu til heimfarar, kvaddi og fór. Um vorið fékk prestur annað brauð og fluttist þangað. Þótti hann upp frá þessu vera maður gætn- ari en áður.

x

Gríma

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Gríma
https://timarit.is/publication/1422

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.