Gríma - 24.10.1932, Side 77

Gríma - 24.10.1932, Side 77
EINKUNN LETINGJANS 75 23. Elnknnn letlngjans. (Handrit Jónasar Rafnars. Sögn frú Þórunnar Stefáns- dóttur). Gamla fólkið sagði: »Sá, sem er latur og iðjulaus, situr með sjö djöfla og klórar þeim áttunda á bakinu«. 24. Hulduféð nr Naustavík. (Eftir handriti Baldvins Jónatanssonar). Fyrir ævalöngu bjó bóndi sá, er Grímur hét, í Naustavík. Sá bær er í Náttfaravíkum, norður af Köldukinn í Þingeyjarsýslu. Grímur var maður vel efnaður og átti margt sauðfé, sem gekk að mestu sjálfala árlangt í fjörum og skógum, sem þá voru miklir og víðlendir um Náttfaravíkur, þótt nú séu þeir fyrir löngu eyddir. Allt fé Gríms var einlitt, flest hvítt, en sumt svart eða mórautt. Einhvern dag, skömmu fyrir jól, gekk Grímur sjálfur til fjár síns og ætlaði að velja sér væna kind til jólamatar, svo sem þá var siður. Gekk hann nú innan um féð, en saknaði sex fullorðinna hrúta, sem áttu að vera með fénu; leitaði hann þeirra fram undir kvöld, en fann þá hvergi og mátti fara heim svo búinn. Þótti honum mikið mein að missa hrút- ana og var hræddur um að horfið hefðu þeir af mannavöldum; talaði hann þó fátt um og lagðist til

x

Gríma

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Gríma
https://timarit.is/publication/1422

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.