Gríma - 01.09.1943, Page 5

Gríma - 01.09.1943, Page 5
1. Sagnir um séra Magnús á Tjörn. [Afrit af handrili í 12 bl. broti, skrifuðu að Garðshorni (eflaust í Svarfaðardal) 6. ínarz 1884, af J. B., og tel eg óefað, að ritarinn sé Jónas Benjamínsson barnakennari í Svarfaðardal, sem síðar varð holdsveikur og dó inni í Kræklingahlíð. Er góð rithönd á kverinu og réttritun sæmileg. Titilblað virðist vanta framan af handritinu, og hef eg sett ofanskráða fyrirsögn. — Fruinrit Jónasar er nú í eigu Gísla Sigurðssonar bókavarðar á Siglufirði og fannst í bréfadrasli eftir móður hans, Margrétu Baldvinsdóttur, sem lézt í vetur. Jónas Benja- mínsson er mér sagt að hafi verið greindur maður og fróður vel. Er því líklegt, að hann hafi safnað og skrásett sagnir þessar eftir munn- mælum í Svarfaðardal, þótt hins vegar geti verið, að hann hafi aðeins afritað þær, og ef svo væri, er ekki ólíklegt, að Þorsteinn á Hvarfi eða Þorsteinn á Upsum hefði safnað þeim, enda hefur sá fyrrnefndi safnað nokkrum sögnum um séra Magnús, og eru sumar þeirra prent- aðar (sjá t. d. Þjóðs. Ól. Dav. og Grímu). Einnig safnaði Þorsteinn allmiklu af kveðskap séra Magnúsar, og er sumt af því prentað, t. d. Grundarvísurnar í Blöndu, og eitthvað af kveðskap hans er í Huld I. Nafnið Jónas Benjamínsson stendur skrifað með annarri og lakari rithönd aftan á handritinu. Jónas var kvæntur Karítas Hansdóttur Baldvinssonar prests á Ups- um, og er sonur þeirra, Kristinn, á lífi 1943, á Dalvík. Mér gekk illa að fá upplýst, hvers rithönd væri á sögnum þessum. I.oks hugkvæmdist mér að sýna handritið Friðleifi Jóhannssyni útgrm. á Siglufirði, sem er Svarfdælingur, og þekkti hann rithöndina þegar og sagði mér um leið, að Jónas hefði verið fyrsti skriftarkennari sinn, enda svipar rithönd Friðleifs talsvert til rithandarinnar á kverinu. Friðleifur segir mér, að Jónas hafi skrifað upp talsvert af liku tagi og 1*

x

Gríma

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Gríma
https://timarit.is/publication/1422

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.