Gríma - 01.09.1943, Blaðsíða 7
Gríma] SAGNIR UM SÉRA MAGNÚS Á TJÖRN 5
ætti að missa embætti sitt fyrir yfirsjónina. Prestur
þagði lengi, unz hann segir, nær þeir skildu:
Brigzlin þungu sjái sá,
sem þeim liezt að hyggur,
og hefti tungu þína þá,
þegar þér mest á liggur.
Sökum þess, sem áður er sagt, var prestur látinn hafa
brauðaskipti árið eftir og fara að Upsum. Var hann þar
eitt ár, og þótti það hæfileg niðurlæging fyrir hann.
Síðan fluttist hann að Tjörn, hvar hann var til dauða-
dags. —
Nokkrum árum eftir að hann var kominn að Tjörn,
bar svo við, að Jón læknir Pétursson átti í barnsfað-
ernismáli, og er hann skyldi standa fyrir rétti og fram-
færa málsvörn sína, fannst honum sér nær því allt í
einu vera máls varnað, nema skriflega, og þótti hon-
um það ógeðfelldara og beiddi því sýslumann um
þriggja daga frest í málinu, og fékk það. Sendi hann
mann norður að Tjörn og bað prest finna sig sem
bráðast. Prestur brá við skjótt og fór vestur, og þá
læknir sér hann og þeir heilsast, fannst lækni hann fá
mál sitt aftur. Síðan útkljáði hann mál sitt eftir óskum.
Þeir prestur og hann skildu í kærleika og voru æ síðan
góðir vinir.
b. Gott er nú, meðan á því stendur.
Séra Magnús þótti vera forspár og vita sumt með
undarlegum hætti, bæði framkomið og óframkomið.
Það var eitt til marks um það, að einu sinni ferðaðist
hann, þegar hann var á Tjörn, vestur í Hofsóskaup-
stað. Verzlunarstjóri sá, er þar var þá og Jörgen hét,
tók honum vel, og ræddu þeir um ýrnsa hluti, og með