Gríma - 01.09.1943, Blaðsíða 10
8 SAGNIR UM SÉRA MAGNÚS Á TJÖRN [Gríma
gjörði dóttur sinni óvirðing með þessu háttalagi sínu.
Kom það fyrir alls ekki, en sakir forneskju Finns, þá
þorði bóndi ekki að beita við bann hörðu eða reka
hann burtu.
Þá var prestur sá í Stærra-Árskógi, er Egill hét.1)
[Kona hans hét Valgerður.] Fór nú bóndi til hans og
bað hann hlutast til um vandræði sín; kvað sér illt
þykja, að dóttir sín fengi óorð af Finni og þar á ofan
ólán. Skömmu síðar orðar prestur þetta við Finn og
biður hann að hverfa frá þessu óráði, að leggja lag sitt
við bóndadóttur. Finnur gegndi fáu um, en gjörði ekki
að. — Þá var um veturnætur, er hér var komið sögunni.
Gjörði þá hríðarkast um tíma og ógæftir, og fór Finnur
þá heim til sín. Með jólaföstu gjörði aftur liina beztu
tíð, og tóku menn þá aftur til róðranna, og fór þá
Finnur aftur inn að Selá og hefur nú aldrei gjört sig
jafnberan að áleitninni við bóndadóttur og fjandskap
við bónda, föður hennar, sem nú. Bóndi fór þá til
prests aftur og bað hann tala um við Finn,—„þótt upp
á lítið komi,“ sagði hann. Hét prestur góðu um það.
Skömmu síðar hitti prestur Finn að máli og ámálg-
aði við hann, að hætta áleitni sinni við dóttur bónda,
og hafði heldur þung orð við hann unr þrályndi hans.
Sagði hann að skilnaði, að svo mundi hann nefna þetta
við hann í þriðja sinn, að þá mundi ekki svo búið
standa, og lýsti á þykkju sinni fullkominni, ef hann
gjörði ekki að. Finnur reiddist við prest fyrir vandlæt-
ingar lrans, en var þó orðfár; þó kvað hann að verið
gæti, að prest mundi iðra þess, að liafa gefið sig inn í
málefni þetta fyrir bónda.
’) Egill Þórarinsson var prestur í Stærra-Árskógi 1776—1784 og
virðist hafa dáið þar 1784, 41 árs gamall. — J. Jóh.