Gríma - 01.09.1943, Síða 11

Gríma - 01.09.1943, Síða 11
Gríma] SAGNIR UM SÉRA MAGNÚS Á TJÖRN 9 Eftir þetta fór Finnur heim til sín, og bar eigi til tíðinda fram að miðjum vetri. Þá bar svo við eitt kvöld í Stærra-Árskógi, er þau lijón, prestur og Valgerður kona hans, sátu bæði inni í baðstofuhúsi sínu seint í rökkrinu, en allt vinnufólk að vinnu sinni, að prests- konan lítur út í gluggann snögglega, blóðroðnar og segir um leið: „Hvað er að tarna, Jesús minn!“ — Fékk hún því næst flog, svo að nær því varð að halda henni. Að stundu liðinni raknaði hún þó við aftur, og var hún þá spurð um orsök þessa tilfellis. — Hún kvaðst hafa litið út í gluggann, því að sér hefði heyrzt eitthvað koma upp á hann; hefði þá glugginn orðið eldrauður á að sjá og eins og mannsmynd brugðið fyrir í þessari rauðu skímu, en um leið hafi gripið sig svo mikil hræðsla, að hún hafi ekki framar við sig ráðið né af sér vitað. Eftir þetta hélt prestskonan við rúmið að mestu og fékk flogaköst öðruhvoru, en þótt af henni bráði í milli, var liún þó aldrei heilbrigð. Sjaldan sá liún neitt [undarlegt] á þessu tímabili, en aðrir þóttust sjá strák, sem var að leitast við að komast sem næst henni, og þá fékk hún jafnan flogin. Strák þenna töldu menn vera draug, sendan af Finni. Þó greindi menn á um þetta. — Sagt var, að það hefði verið vandi Egils prests, að sitja jafnan á stól í húsi sínu, en í þetta sinn hafði hún setið á stólnum, en prestur á rúminu; mundi sendingin hafa verið ætluð presti, en farið villt á sætunum. En hitt er þó líklegra, að Finnur hafi eins vel þótzt skaprauna presti með því að vinna konu hans mein. Þannig leið nú veturinn fram á góu, og þótti presti, sem líklegt var, [mein sitt mikið] og bjóst við að þetta mundi draga konu sína til dauða með miklum harm- kvælum,einkum þar eð hann og fleiri álituþettagjörn-
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Gríma

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Gríma
https://timarit.is/publication/1422

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.