Gríma - 01.09.1943, Blaðsíða 12
10
SAGNIR UM SÉRA MAGNÚS Á TJÖRN
[Grima
inga. Prestur tók nú það ráð, að hann sendir einn
morgun snemma sex menn með konu sína út að Tjörn
í Svarfaðardal til séra Magnúsar og biður hann ásjár í
vandræðum sínum. Tók séra Magnús því þunglega, að
slíkt kæmi að haldi. Þó varð húsfrú Valgerður eftir á
Tjörn. Leið svo hálfur mánuður, og fór henni heldur
batnandi og sýndist hún nær því heilbrigð orðin. — Þá
bar svo til eina nótt eftir háttatíma, að hún vaknaði
upp með andfælum. Lá henni þá við æði, og var vakað
yfir henni þá nótt alla; linnti luin varla á ópi og fyrir-
bænum, nema þegar hún var í fangi prests. — Strax í
dögun sendi Magnús prestur Björn son sinn fram að
Hjaltastöðum og boðaði Finn sem skjótast á fund sinn.
Finnur brá við strax og fór með Birni ofan að Tjörn.
Prestur bað Finn koma inn og þiggja sæti, en Finnur
vildi það með engu móti og sagði, að ætti prestur
[nokkuð] vantalað við sig, gæti hann gengið til dyra.
Prestur gekk því næst fram. Sat Finnur þá á bekk í
bæjardyrum og sagði í því hann sá prest:
„Setztur er eg á sultarbekk með sífellt angur.“
Prestur svaraði:
„Frá Hjaltastöðum er liörkugangur,
hljópstu þaðan mjór og svangur."
Síðan gengu þeir inn, Finnur og prestur, og töluðust
við lengi. Eigi vissu menn, hvað í ræðum var, en kunn-
ugir gátu sér til, að prestur mundi hafa gjört Finni tvo
kosti: að frelsa Valgerði frá meinsemd hennar, ef hún
væri af hans völdum, eða að öðrum kosti eiga sig þá á
móti sér og sem óvildarmann eftir þetta. — Skipti skjótt
svo um hagi húsfrú Valgerðar, að mein hennar nær
hvarf frá henni og fór henni batnandi, svo að átta vik-
um liðnum fór hún heim frá Tjörn að Stærra-Árskógi