Gríma - 01.09.1943, Qupperneq 18
16
SAGNIR UM SÉRA MAGNÚS Á TJÖRN [Grima
Hrætldu mig ekki, Gunna góð, með geði ófínu;
liggðu kyrr í leiði þínu,
loftinu komdu ei nærri mínu.
Heilla Gunna, hafðu ;í þér hegðan betri.
Láttu mig njóta, í svörtu setri,
að eg söng yfir þér í hríð á vetri.1)
Eftir þetta brá svo við, að algerlega tókust af reim-
leikar af völdum Guðrúnar, og sást svipur hennar
aldrei síðan.
i. Nokkrar tækifærisvísur séra Magnúsar
og rök til þeirra.
Þá er séra Magnús var skrifari hjá Þórarni sýslu-
manni á Grund, reið sýslumaður sem oftar til þings.
Var Sveinn lögmaður Sölvason á Munkaþverá með í
förinni, en jafnan voru orðaglettur með þeim lög-
manni og Magnúsi. Þá er þeir komu af þingi, riðu þeir
um Kaldadal. Hreggviðri var hið mesta og rigning,
en vegir illir umferðar. Þá kvað Sveinn:
„Öfugt, gröfugt er nú hér
orðið um storð að ríða.
Magnús, þagna þér ei ber,
þorðu orð að smíða."
Magnús svaraði:
„Harðir garðar hlaðast að,
hliðar við, á stöllum.
Skarðast jarðir, skaði er það,
skriður riða úr fjöllum."
Magnús frétti einu sinni, að lögmaður hefði lesið
Njálu og ort vísu þessa:
) Handr.: hríðartetri.