Gríma - 01.09.1943, Síða 19
Gríma]
SAGNIR UM SÉRA MAGNÚS Á TJÖRN
17
„Allar vammir æfandi,
öllum var til skaða, —
hátt mun gjamma í horngrýti
Hallgerður bölvaða."
Þá kvað Magnús, til að láta Svein frétta:
Enginn hafi það eftir mér,
ekki heldur lofa eg víf; —
en máske hún hafi séð að sér
og siðan fengið eilíft líf.
Ekki er víst, að svo það sé
samt, þótt héldi vitur mann,
að hafi lent í horngrýte
Hlíðarenda bústýran.
Þá er Magnús var á Grund, lét sýslumaður reisa þar
stofu rnikla og forkunnar væna, eftir því sem þá gjörð-
ist, því að þá voru stofur fátíðari en skálar. Gortaði
sýslumaður oft af smíðinni. Einn morgun, þá er sýslu-
rnaður kom í stofuna, sá hann vísu þessa ritaða á bit-
ann:
Ekki stæra þarftu þig,
þitt er stolta geðið kaus;
almúginn hefir upp byggt mig,
ekkjur og börnin föðurlaus.
Þá er sýslumaður Iiafði lesið vísuna, er mælt, að hann
hafi sagt: „Magnús hefir verið að núna.“ — Stendur
stofa þessi á Grund enn í dag, 1884.
Sigríður [Stefánsdóttir] húsfrú á Grund og Magnús
elduðu oft grátt silfur saman. Var hún stærilát, stórorð
og svinn í meira lagi. Lét Magnús þá oft fjúka í kveð-
lingum. Einhverju sinni þurfti Magnús að ferðast
skammt burtu og spurði eftir skóm sínum, en þeir
fundust ekki. Þjónusta hans sagði liúsfrú Sigríði frá,
2