Gríma - 01.09.1943, Side 20
18 SAGNIR UM SÉRA MAGNÚS Á TJÖRN [Gríma
en hún kvað Magnús líklegast liafa etið þá. Þá kvað
Magnús:
Húsmóðirin, það heilla sprund,
hungrinu mun svo forða,
að skóna hér á góðu Grund
gerist ei þörf að borða.
Magnúsi þótti naumur matarskammtur hjá húsfrú
Sigríði. Eitt sinn voru á borðum nokkur tóm eggja-
skurn, framborin með matnum. Þá kvað Magnús:
Kænni hef eg ei konu séð
við krása framreiðingar;
hún Sigríður hefur sett þau með
svona til uppfyllingard)
Einu sinni orti Magnús vísu þessa um húsfreyju:
Við öskustóna hún Sigga sat;
sá hún menn í nauðum,
en heldur gaf hún hundum mat
en hungruðum drottins sauðum.
Hann orti þá og eitt sinn visu þessa, er honum þótti
löng vetrarvakan:
Grundarvakan, grunar mig,
gjöri margan svangan;
sjöstjörnurnar sýna sig
suður á móts við tangann.
Svo er sagt, að þá er séra Magnús var kominn að
Tjörn, var hann jafnan vanur að ríða fram í fjörð ár-
lega. Eitt sinn fór hann og þangað, og þá er hann kom
fram að Grund, var verið að þinga þar í máli nokkru.
Stígur hann af baki og gengur til kunningja síns eins,
r) Grundarvisur séra Magnúsar eru prentaðar í Blöndu III, bls.
149—151, en þar er þessi vísa nokkuð öðruvísi.