Gríma - 01.09.1943, Page 21
Gríma]
SAGNIR UM SÉRA MAGNÚS Á TJÖRN
19
er þar var, og spyr hann, hvað í efni sé. Maðurinn segir,
að bóndi nokkur vel virður og kunningi séra Magnúsar
liafi ratað í það, að taka fram hjá konu sinni; eigi
bóndi nú að þola hýðingu mikla, en bændur þeir, er
þar séu, vilji gjarnan kaupa hann undan hýðingunni;
hins vegar skorti bændur reiðufé til þess í svip, en
sýslumaður harðneiti að veita umlíðan á fénu eða
gefa eftir hýðinguna. — Prestur kveðst skulu útkljá
málið, gengur inn fyrir sýslumann og kveður vísu
þessa:
Klæki bætir kringlótt gjald,
kvittun synda gefur;
það réttlætir hóruhald,
hefur úr sæti lagavald.
Ekkert varð af hýðingu bóndans, og eigi var lieldur
gengið eftir sektarfénu.
Einu sinni þá er séra Magnús hafði messað á Urðum,
var það eftir embætti, að prestur, sem var hreifur af
víni, sat þar í stofunni. Varð honunr taldrjúgt, og hefir
máske sumt, er hann sagði, ekki verið sem prestlegast,
en þar var margt manna viðstatt. Þá sagði kona ein
framan úr bæjardyrunum:
Vanbrúkunin veldur því, hún verkar skaða.
Prestur heyrði hendinguna og svaraði:
Aldrei skaltu að því hraða,
ókenndum að rétta á spaða.
Einu sinni var séra Magnús á ferð með manni nokkr-
urn, og fóru þeir fram hjá hól einum, er rnenn héldu
huldufólk búa í. Segir þá maðurinn: „Búa hér álfar? Á
eg að trúa því?“ Prestur svaraði:
Svo var nú sagt til forna,
þeir sæjust hér kvölds og morgna;
2*