Gríma - 01.09.1943, Side 24
22 SAGNIR UM SÉRA MAGNÚS Á TJÖRN [Gríma
hann upp á Upsina, — hæð þar fyrir ofan, — til að sjá,
hversu heyið tæki sig út. — Jón var auknefndur Ramb-
ur, og fékk hann nafnið af vísu þeirri, sem séra Magnús
orti um hann og hér fer á eftir, en tildrög vísunnar
voru þau, að kvöld eitt sá prestur Jón ramba með
gríðarþungan taðpoka suður eftir, og var tunglsljós á,
en taðinu hafði Jón raunar stolið frá séra Magnúsi:
Taðrambur í tunglsljósi glaður,
töltir hann á fótunum hraður, —
Grobbíass er getið í kvæði
garpsins, sem að les aldrei fræði.
Einu sinni gaf prestur saman í hjónaband gamlan
mann og unga konu. Þá er þau kvöddu hann, kvað
hann við manninn:
Með ungri konu gefi þér guð
gæfu, en mein ei hrelli,
lukku, yndi og lífsfögnuð,
lifðu nú sæll til elli.
Presti var einu sinni brugðið um drykkjuskap af
kunningja hans einum, enda var séra Magnús nokkuð
ölkær. Fleiri hlýddu á þetta, og varð þá presti að orði:
Um brennivín þú bregður mér,
blíðu jók það tregðu mér;
slíkt til lasts ei legðu mér,
í leyni bið eg segðu mér — það heldur.
Prestur messaði eitt sinn á Tjörn 1. sd. e. trinitatis
og lagði út af orðum ritningarinnar: „Margir munu
koma frá austri og vestri og setjast til borðs með Abra-
ham, ísak og Jakob í ríki himnanna." — Bóndi nokkur
frá Holti, er Björn hét, var við messuna, maður greind-
ur, vel hagorður og fyndinn í orðum. Áttu þeir prestur
oft saman glettur í orðum. I þetta sinn, eftir að tíðum