Gríma - 01.09.1943, Side 25
Gríma] SAGNIR UM SÉRA MAGNÚS Á TJÖRN 23
var lokið, spyr prestur Björn, liversu honum líkaði
ræðan. Björn svaraði:
Prestar fyrst í himin hoppa,
heiðingjar á eftir skoppa,
Þótt þeir fari hægt og hægt.
Prestur bætti við:
Þá mun sálin Bjamar boppa,
ef bölvuð satans hrekkja-loppa
fær henni ekki frá þvi bægt.
Séra Magnús kom einu sinni að Holti til Björns
bónda. Sá hann þar vandað skrúfstykki, sem Björn átti,
því að hann var smiður hinn bezti. Þar sá hann og
konu Björns, og orti prestur um hvort tveggja:
Tvennt í Holti eg sélegt sá,
sem eg fyrir mér virði:
klömbrur Björns og konu þá,
sem keypt var i Eyjafirði.
Það um efni eitt eg syng
eftir mínum dómi:
klömbrurnar eru kostaþing,
en konan meyjablómi.
Það var eitt sinn á túnaslætti, að prestur kom út á
Tjörn, þá er piltar hans stóðu að slætti rétt hjá bænum.
Þar var Gísli sonur hans að slættinum, sá er síðar varð
prestur á Tjörn, og kvað hann þetta:
Fallin er nú sóleyjan sú,
sem i vor blómgan hreppti;
hinn breiði ljár er bitur og sár,
blaklausri henni ei sleppti. —
Prestur svaraði:
Eins skeður hitt, sverð reiðir sitt,
sviptir fegurð og auði