Gríma - 01.09.1943, Blaðsíða 27
Gríma] SAGNIR UM SÉRA MAGNÚS Á TJÖRN 25
hann mun fæðast hér um kring
Hárs úr kvinnu maga. —
Einu sinni var mikil ekla á vínföngum. Þá gjörði
séra Magnús þessa vísu:
Þykir mér nú stinga í stúf
og stækka hryggðar bollinn;
vín ei fæst að vökva úf,
svo virða hlaupi i kollinn-
og eigi það sjálfur skollinn.
Prestur bað eitt sinn Rögnvald bónda á Hóli um
skiprúm handa vinnumanni sínum með stöku þessari:
Á síldarfrón, ef svo við ber,
að súðaljóni hrundið er,
eitt mitt hjón um ufsahver
er mín bón að flytjið þér.
Þessa stöku orti prestur eitt sinn á manntalsþingi:
Það höfðingjum þenkja ber,
þegar pyngjan kúfuð er, —
á efsta þingi eins og hér
ekki klingja dalirnir.
Fyrir ofan Bakka var kot það byggt, sem Bakkagerði
heitir, en er nú (1884) í eyði. Þar í grennd er fen eitt,
er stúlka átti að hafa drukknað í, og þótti svipur henn-
ar vera þar á sveimi og glettast við menn, er um þjóð-
veginn fóru þar fram hjá. Prestur kom eitt sinn frá
Urðum í haustmyrkri og reið þarna um og kvað:
Endast dagur, eg það finn,
eitthvað er nú á ferðum;
drottinn leiði drösulinn minn.
Dimmt er á Bakkagerðum.
i) Líklegt, að hér vanti i vísuna. — J. Jóh.