Gríma - 01.09.1943, Side 29

Gríma - 01.09.1943, Side 29
Gríma] SAGNIR UM SÉRA MAGNÚS Á TJÖRN 27 eins er hann Gísli, auminginn, ógnar skuldum vafinn. Hann erfiðar Hárs á mey, hann er frómur maður, á sínu liði liggur ei, löngum tómkviðaður. Upp á þessu eg nú fann, — ekki eru vegir fínir. — Eg bið: hjálpið upp á hann, Eyfirðingar mínir. Eg bið, mína efli von yðar dyggðin ríka. Eg heiti Magnús Einarsson, — Eyfirðingur líka. — Prestur fór eitt sinn vestur í Hofsóskaupstað. Fylgdi honum hundur hans, sem hann kallaði Alart og var honum mjog fylgispakur. Hænsni voru þar í kaup- staðnum, en hundurinn þeim óvanur. Réðist seppi á þau og drap eina hænuna. — Matreiðslumaður, er þ tr var nærstaddur, varð ákaflega reiður og vildi drepa hundinn, en náði honum ekki. Þá er prestur kom heini til sín, var Alart þar fyrir, og orti prestur þá vísur þessar: Hænan missti lánað líf, er lengur vara skyldi; kokkuvinn byrsti, hulinn hlíf, hefna á Alart vildi. Rétt þá dimmir, reiðimók raumurinn heiftar kenndi; maðurinn grimmi skæður skók skældan sveig í hendi.

x

Gríma

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Gríma
https://timarit.is/publication/1422

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.