Gríma - 01.09.1943, Side 35

Gríma - 01.09.1943, Side 35
Gríma] SAGNIR UM SÉRA MAGNÚS Á TJÖRN 33 var maður þessi ásamt presti á ferð inni í Möðruvalla- sókn, og á bæ einum, þar sem þeir komu, hafði bezta kýrin í fjósinu drepizt um nóttina; var um kennt að- sókn draugs þess, er manninum fylgdi. Presti féll þetta illa, enda talaði bóndi þunglega uin skaða sinn. Þá kvað prestur af móð til kerlingar: Ef þú tlvelur hér eiiia stund, örgust myrkra skræða, eg ríf þig sundur rétt sem hund með römmu afli kvæða. Einu sinni reið prestur fram hjá Holtskoti; það var lagt í eyði um hans daga, og er svo enn. Þar hafði búið Bessi nokkur með konu sinni, og voru þau vinir prests. Þá kvað séra Magnús: Holtskots-byggð eg hvergi finn, með hugar styggð eg lít þar inn, burt er tryggða Bessi minn og blessuð dyggða kerlingin. Eitt sinn kom séra Magnús úr kaupstað og Jón á Böggvisstöðum með honum. Þá kvað prestur: Hvar eg flakka hér um frón, hestur minn er í standi, en bilaður er hann bjálka-Jón, sem býr á kóngsins landi. Öðru sinni, þá er séra Magnús og fleiri Svarfdæling- ar voru staddir á Akureyri, hitti prestur þar Erlend prófast á Hrafnagili, og reið hann með séra Magnúsi út á Glæsibæjarmela, en lestin var komin spölkorn á undan. Tóku þeir þá upp pelann og drukku skilnaðar- skál. Þá kvað séra Magnús: í kaupstaðnum fengum vér kostinn nægan, kemur að vegurinn blauti. — 3

x

Gríma

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Gríma
https://timarit.is/publication/1422

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.