Gríma - 01.09.1943, Side 35
Gríma] SAGNIR UM SÉRA MAGNÚS Á TJÖRN 33
var maður þessi ásamt presti á ferð inni í Möðruvalla-
sókn, og á bæ einum, þar sem þeir komu, hafði bezta
kýrin í fjósinu drepizt um nóttina; var um kennt að-
sókn draugs þess, er manninum fylgdi. Presti féll þetta
illa, enda talaði bóndi þunglega uin skaða sinn. Þá
kvað prestur af móð til kerlingar:
Ef þú tlvelur hér eiiia stund,
örgust myrkra skræða,
eg ríf þig sundur rétt sem hund
með römmu afli kvæða.
Einu sinni reið prestur fram hjá Holtskoti; það var
lagt í eyði um hans daga, og er svo enn. Þar hafði búið
Bessi nokkur með konu sinni, og voru þau vinir prests.
Þá kvað séra Magnús:
Holtskots-byggð eg hvergi finn,
með hugar styggð eg lít þar inn,
burt er tryggða Bessi minn
og blessuð dyggða kerlingin.
Eitt sinn kom séra Magnús úr kaupstað og Jón á
Böggvisstöðum með honum. Þá kvað prestur:
Hvar eg flakka hér um frón,
hestur minn er í standi,
en bilaður er hann bjálka-Jón,
sem býr á kóngsins landi.
Öðru sinni, þá er séra Magnús og fleiri Svarfdæling-
ar voru staddir á Akureyri, hitti prestur þar Erlend
prófast á Hrafnagili, og reið hann með séra Magnúsi
út á Glæsibæjarmela, en lestin var komin spölkorn á
undan. Tóku þeir þá upp pelann og drukku skilnaðar-
skál. Þá kvað séra Magnús:
í kaupstaðnum fengum vér kostinn nægan,
kemur að vegurinn blauti. —
3