Gríma - 01.09.1943, Page 36
34 SAGNXR UM SÉRA MAGNÚS Á TJÖRN [Gríma
Við skulum fara hægan, — hægan,
húð er í för af nauti.
— Af dauðu nauti, segja sumir og telja, að séra Magnús
hafi átt við það, að Þorgeirsboli væri í fylgd með ein-
hverjum í lestinni.
Bóndinn úr Tjarnarkoti kom heim að Tjörn til
prests einn morgun, mjög málóði vfir skemmdum á
fjósheyi sínu, og kenndi það hestum prests, en prestur
kvað vísu þessa eftir orðum bónda:
Magnús gjörði mér tjá,
mig hefur hent slys ljótt;
yðar hestar, — ójá, — (máltak bóndans)
alla fimmtudags nótt
átu hvert stararstrá;
stóð svo eftir hey mjótt. —
Þeim andskotum er ei rótt.
Kveðið við Jón á Urðum:
Illt er að búa á Urðum, Jón,
er þar sjaldan friður;
nokkrir gjöra næturtjón
og nefna margt við yður.
Einu sinni var séra Magnús kominn fyrir altarið í
Tjarnarkirkju og búið að byrja söng, en hann fór ó-
hönduglega. Þá benti ltann bónda einum, er Arn-
grímur hét og var söngmaður góður, að finna sig, og
hvíslaði í eyra honum:
Heldur er eg lijóðstirður,
hér með lágrómaður;
æ, Idessaður Arngrímur,
undir taktu, maður.
„Blessaður“ var máltæki Arngríms.