Gríma - 01.09.1943, Side 39

Gríma - 01.09.1943, Side 39
2. Snjóflóðin í Hvanneyrarhreppi í aprílmánuði 1919. [Handrit Jóns Jóliannessonar fiskimatsmanns á SiglufirSi.] Atbnrðir þeir, sem hér verður frá skýrt, eru mér í mjög fersku minni og eflaust mörgum fleiri Siglfirð- ingum, svo stórfelld og hörmuleg sem slys þessi voru. Eg mun í frásögn þessari skýra frá atburðunum eins og þeir komu mér fyrir sjónir, í afleiðingum þeirra fyrst og fremst, og þar næst í frásögnum annarra skil- góðra manna mjög skömmu eftir slysin. Vel má það vera, að eitthvað verði ofsagt eða vansagt, því að eg styðst hér ekki við neinar skráðar heimildir, heldur aðeins við minni mitt, og er mér kært, að þeir, sem betur vita, leiðrétti frásögn mína, því að sjálfsagt er að hafa það, er sannast reynist. a. Snjóflóðið á Siglufirði. Fyrra hluta aprílmánaðar 1919 hafði verið mjög stirð tíð. Austan-stórhríð hafði gengið þrotlaust í viku frá 5. til 12., og það hafði kingt niður feiknamiklum snjó. Og enn þann 12. var stórhríðin svo dimm, að eigi sá í milli húsa í Siglufjarðarkaupstað. — Eg var um

x

Gríma

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Gríma
https://timarit.is/publication/1422

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.