Gríma - 01.09.1943, Qupperneq 41
Gríma] SNJÓFLÓÐIN í HVANNEYRARHREPPI
39
skaflinn í bakkanum og fram á bryggjuna til mann-
anna, sem þar voru. Var það Jón Brandsson og nokkr-
ir menn með honum, og báturinn var vélbáturinn Óð-
inn, sem Jón átti; hafði hann verið bundinn milli
bryggjanna ,en hékk nú þarna í öðru bandinu, og var
skjólborð og styttur annars vegar brotnar að mestu. Eg
spurði Jón, hvernig á því stæði, að báturinn hefði
brotnað svona. „Þú spyrð um það, sem eg get ekki
svarað,“ sagði Jón, „en þetta er nú það minnsta, sem
að hefur orðið. Sjáðu bátinn hans Júlla og líttu þarna
suður eftir.“ Eg sá þá, að vélbátur Júlíusar Jóhanns-
sonar, sem einnig hafði verið bundinn milli bryggj-
anna, maraði í kafi við bryggjuna, svo að rétt sá á bóg-
inn framar með bryggjunni, og virtist hann mjög
brotinn. Eg sá nú einnig, að annar uppskipunarbátur
Tynesar var horfinn og hafði tekið með sér eina
uppistöðuröð af staurum undir bryggjunni, sem hann
hafði verið bundinn við. Og þegar rofaði til lítið eitt,
sá eg, að allur miðhluti Snorrabryggjunnar skammt
fyrir sunnan reis þar á rönd, líkt og henni hefði verið
bylt við á hliðina. — Jón og þeir, sem með honum voru
þarna, töldu, að allar þessar skemmdir hlytu að stafa af
brimi, sem komið hefði um nóttina. — Eg íhugaði
þetta og svaraði þeim, að slíkt gæti varla átt sér stað,
því að nú væri sjólaust með öllu og eins hefði verið í
gærkveldi, enda áttin austan, og þá gæti brims alls ekki
gætt fyrir innan eyrina. Þeir héldu því hins vegar
fram, að enga aðra sennilega skýringu væri hægt að
benda á.
Þegar við höfðum rætt um þetta í fimm til tíu mín-
útur, bar þar að Kristin Bessason. — „Þetta er nú
ekki mikið, sem hér hefur skemmzt," sagði hann, „en
þið ættuð að sjá niðri á Oddanum. Þar er hvert smá-