Gríma - 01.09.1943, Page 44
42 SNJÓFLÓÐIN í HVANNEYRARHREPPI [Gríma
Landamót nokkru neðar. í Árbakka bjuggu Sigfús
Ólafsson og Solveig Jóhannsdóttir kona hans, sem nú
búa í Hlíð í Siglufirði, og á Landamótum Þorkell Sig-
urðsson frá Melbreið og kona hans, Anna Jónsdóttir.
Þau voru foreldrar Jóhanns héraðslæknis á Akureyri
og þeirra systkina. — Bæði þessi býli eru nú lögð niður
og flutt burtu. — í Saurbæ bjó Lárus Jónsson, og á
Hóli þeir bræður, Einar og Njáll Jónassynir, bræður
Björns Jónassonar ökumanns. — Menn óttuðust ekki
um skaða á þessum bæjum, en því meir á verksmiðj-
unni og húsum þeim, sem stóðu þar við Staðarhólssjó-
inn, því að þau voru beint niður undan Skollaskál,
sem er skálin milli Staðarhólshnjúkanna, en úr þeirri
skál hafði hlaupið snjóflóðið, sem fyrr getur, og raun-
ar fleiri.
Menn biðu með ugg og ótta eftir fréttum handan
yfir. Eg gekk niður á Oddann og sá eyðilegginguna
þar. Lýsing sú, er Kristinn gaf af henni, var rétt. Ekk-
ert smáfar var þar ólaskað; gömlu hákarlaskipin, sem
staðið höfðu mörg hver árum saman á landi þarna,
voru nú þversum, — höfðu kastazt lengra upp og lágu
öll á hliðinni, og flest var þar úr skorðum gengið, en
snjórinn var langt upp á Eyri einn krapaelgur af sjó,
sem gengið hafði á land upp. — Hjá skipshöfnum
skipanna, sem lágu við Goosbryggjuna, fékk eg vit-
neskju um, hvenær þetta hafði að borið. Það var kl.
fjögur um nóttina. Þeir höfðu vaknað við það, að skip-
in höfðu tekið ógurlega mikla veltu, slitið af sér bönd-
in, sem þau voru bundin með, og lamizt við bryggj-
urnar. Jafnvel hafði eitt þeirra að nokkru kastazt upp
á bryggjuna, þótt það rynni niður af henni aftur, —
og þau höfðu skemmzt meira og minna; sömuleiðis
bryggjurnar.