Gríma - 01.09.1943, Side 45
Gríma] SNJÓFLÓÐIN í HVANNEYRARHREPPI 43
Eg gekk svo út eftir austan á Eyrinni, og voru
bryggjur og söltunarpallar alls staðar meira og minna
brotnir. Við hornið á sjóhúsi O. Henriksens lá snjó-
kökkur á stærð við vænan heybagga, sem flóðbylgjan
hafði kastað upp yfir um 50 metra breiða söltunar-
palla. Eg stóð þarna um stund til að vita, hvort ekki
rofaði svo, að eg sæi yfir um fjörðinn. — Einu sinni
rofaði það til, að eg sá yfir til verksmiðjunnar eða
þangað, sem hún hafði staðið, og sá eg, að hún var
horfin. Eg gat þá líka getið mér til, að hin húsin hefðu
einnig farið, og þar með fólkið, en þó sýndist mér
standa eitt húsanna eftir norður við Rjómalækinn.
Það reyndist síðar rétt, en það hús var mannlaust.
Suður eftir sá eg svo óglöggt, að eg gat ekki greint,
hvort Neðri-Skúta sæist eða ekki, né heldur bær Bene-
dikts niðri á bakkanum, en lágt bar á þessum bæjum
báðum, enda mátti ætla, að enn lægra bæri á þeim nú,
vegna fannfergjunnar.
Eg fór að þessu búnu heim í skrifstofuna, en gat
ekki um, að eg hefði séð að verksmiðjan var farin,
nema eg sagði frú Indíönu Tynes frá því í einrúmi. —
Eg hafði verið litla stund heima, þegar Guðmundur
Skarphéðinsson kom inn til okkar og með honum þeir
Sveinn Hjartarson og Sveinn Gíslason. Þeir höfðu orð-
ið skjótastir heim aftur í ófærðinni. — Guðmundur
kallaði á mig fram í forstofuna og sagði mér, að verk-
smiðjan með öllu hefði sópazt burt; eftir stæði aðeins
nyrzta húsið mannlaust; svo væru og síldarhús Olav
Evangers, sem stóðu nokkru sunnar með sjónum, öll
farin ásamt bryggjum og söltunarpöllum. „En hvað
er um Neðri-Skútu og Bensabæinn?“ spurði eg. —
„Allt farið,“ gat Guðmundur aðeins stunið upp. —
Svo bað hann mig að koma með sér til hreppstjórans.