Gríma - 01.09.1943, Qupperneq 47
Gríma] SNJÓFLÓÐIN í HVANNEYRARHREPPI 45
arflóðið hafði gengið yfir þær allar. Á leiðinni fram
eftir sáum við Gunnlaugur, að snjóflóðið hafði hlaup-
ið úr fjallinu að vestan ,skammt fyrir framan túnið í
Efri-Höfn, niður yfir veginn og niður undir sjó. Ekki
var það kraftmikið að sjá, en hafði þó brotið nokkra
girðingastaura, og eflaust hefði það unnið skaða á
fólki, ef verið hefði þar á ferð, og eins á húsum, ef
staðið hefðu á leið þess.
Þegar \ ið Gunnlaugur komum á ásendann sunnan
\ ið Skútuána, rofaði til nokkur augnablik, svo að við
sáurn að verið var að bera manneskju norðan yfir
Skriðuna og suður að Árbakka. Var það Hólmfríður
Jónsdóttir, ekkja Jóakims Jónssonar í Skútu, og var
henni síðast bjargað af fólkinu í Neðri-Skútu. Þegar
við komum að Árbakka, fengum við fregnir af því,
að öllu Neðri-Skútufólkinu hafði verið bjargað lifandi,
og var búið að koma því öllu að Árbakka, en mjög
þrekuðu og aðþrengdu. Sérstaklega var sonur hjón-
anna, Hermann, tvítugur piltur og mjög harðgjör og
þrekmikill, aðþrengdur, og fékk hann ekki rænu fyrr
en undir kvöldið.
Við Gunnlaugur stönzuðum ekkert í Árbakka, en
héldum út eftir. Menn þeir, sem sendir höfðu verið
yfir um, voru þar fyrir, ásamt Árbakka- og Landamóta-
mönnum. Var nú fyrst vandlega leitað í rústunum,
þar sem bær Benedikts hafði staðið. Þar sást ekki örm-
ull eftir af bænum, og það var fyrst eftir alllanga leit,
að við fundum kjallaraholu, sem hafði verið undir
bænum. Við mokuðum hana upp, en þar fannst ekk-
ert. — Við Gunnlaugur og tveir menn aðrir gengum
svo út að verksmiðjurústunum. Þar sást lítið annað
en það, að verksmiðjunni og húsunum öllum, nema
nyrzta húsinu og tveim vanhúsum, var öllum gersópað