Gríma - 01.09.1943, Page 49

Gríma - 01.09.1943, Page 49
Gríraa] SNJÓFLÓÐIN í HVANNEYRARHREPPI 47 fjallshlíðinni. Varð þar enginn skaði á fólki, fé eða húsum, en engið, sérstaklega sunnan við Staðarhól, stórspilltist af grjótinu, sem á það barst. I’egar við höfðum gengið úr skugga um, að einskis lífs var að leita þarna ytra, hröðuðum við okkur suð- ur að Neðri-Skúta aftur. Var gengið að því að grafa upp fjósið. Það hafði brotnað inn, eins og raunar flestöll bæjarhúsin; þar höfðu verið inni þrír naut- gripir og allir kafnað strax. Svo var hríðin mikil, að þótt við mokuðum af kappi, þá var það oft í byljun- um, að ekki hafðist við að moka og fylltist aftur jafn- ótt það, sem mokað hafði verið. Var þó skipzt á og alltaf grafið af hinu mesta kappi. Það tókst þó um síðir að rjúfa þekjuna og draga hina dauðu gripi upp úr tóttinni. — Einhverju var einnig bjargað af dóti úr baðstofurústinni, en allt var það stórskemmt og illa til haft. Framhús með þilvegg fram á hlaðið liafði sóp- azt burtu með öllu, sem í því var. — Það hafði hlíft baðstofunni frá að fara sömu leið, að fjalls megin við hana stóð töðuheyið. Var það frosið og lágt í austur- endann; liafði flóðið farið yfir það, og heyið tekið úr því mesta kraftinn, enda var flóðið ekki þykkt þarna í jaðrinum. Virtist það hafa skollið á mæni baðstof- unnar, brotið sperrurnar, sem voru grannviðaðar, og tekið franrhúsið, sem var nokkru hærra og ekki hafði neinn viðspyrnukraft að framan, og flutt það langt niður á mýri. — Mænir baðstofunnar hafði lagzt að endilöngu inn á gólfið, en sperruendarnir lágu uppi á vegglægjunum til hliðanna, og stafninn liafði fallið suður. Rúmin stóðu undir hliðum baðstofunnar, og hafði það orðið fólkinu til lífs, að sperrurnar lágu á ská yfir rúmin og vörðu þekjunni þannig að falla niður á fólkið. Þó hafði sperrukjálki, sem lá yfir rúm

x

Gríma

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Gríma
https://timarit.is/publication/1422

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.