Gríma - 01.09.1943, Page 51
Grítna] SNJÓFLÓÐIN í HVANNEYRARHREPPI 49
mokað nema stutta stund, er þeir lreyrðu barið í þekj-
una innan frá og fengu þar með vitneskju um, að eitt-
hvað af fólkinu væri enn á lífi. Þá var Sigfús strax
sendur yfir um til að sækja liðsauka og til að gera ráð-
stafanir til þess, að læknir kæmi, svo að þeim yrði
hjúkrað, sem lífs kynnu að vera; — hvort það væru
allir, vissu menn ekki. Meðan Sigfús var að komast
yfir um og hann og hjálparmennirnir til baka, unnu
hinir kappsamlega að því að moka snjónum frá og
rjúfa þekjuna, og höfðu þeir brotið gat á hana og náð
út sumu af fólkinu, þegar liðsaukinn kom. Var fólkið
jafnótt borið að Árbakka.
Fólkið, sem bjargað var í Neðri-Skútu, var þetta:
Einar bóndi Hermannsson; kona hans, Kristín Gísla-
dóttir; börn þeirra, Hermann, Ólöf og Septína; fóst-
urdóttur þeirra, Þorbjörg Guðmundsdóttir, og Hólm-
fríður Jónsdóttir ekkja, vinnukona þeirra. Ekkert af
fólkinu var stórslasað, en flest meira og minna marið
og allt mjög aðþrengt af loftleysi. Hermann var verst
farinn, og fékk hann ekki meðvitund fyrr en um kvöld-
ið. Frásögn þeirra bar sanran við það, sem áður er frá
skýrt um tímann, hvenær flóðið féll, en það var rétt
um klukkan fjögur um nóttina, og hafði Einar heyrt
klukkuna slá rétt áður.
Það var torf-fjós í Neðri-Skútu; hafði þekjan brotn-
að inn undan snjóflóðinu, og þeir þrír nautgripir, sem
þar voru, kafnað. Gengum við nú að því, eins og fyrr
segir, að ná skrokkum þeirra upp úr rústunum, og
var það illt verk.
Meðan við störfuðum að þessu, hafði maður verið
sendur yfir í kaupstaðinn eftir lækni, til hjálpar Neðri-
Skútu-fólkinu. Gangfærið mátti kallast nær ófært, svo
að læknirinn, Guðmundur T. Hallgrímsson, senr var
4