Gríma - 01.09.1943, Síða 57

Gríma - 01.09.1943, Síða 57
Gríma] SNJÓFLÓÐIN f HVANNEYRARHREPPI 55 fjallshlíðin að austan við Víkurós út af Víkurbæjum; er hún brött mjög og há, og er þar mjög snjóflóðahætt. Hafa oft orðið slys að þeim á þessari leið, þótt eigi sé iiún löng né erfið, því að ekki er nema 20 mínútna gangur frá Vík að ósnum suður fjöruna. Á laugardaginn fyrir pálma höfðu karlmenn frá Vík farið á beitarhúsin til gegninga. Meðal þeirra var Páll Þorsteinsson bóndi í Vík, kvæntur Helgu Erlends- dóttur frá Ámá; áttu þau eitt barn og von annars inn- an skamnts. — Þeirn Víkurmönnum dvaldist á beitar- húsunum fram eftir deginum, því að þar var allmargt fé. Fóru þeir heim á leið um f jögurleytið um daginn, og fór Páll dálítið á undan hinum, og bar hann stóran heypoka, en hinir voru í þann veginn að leggja af stað, þegar snjóflóð féli fram yfir Kleifarnar .Varð Páll fyrir því og fórst þar. Flutti flóðið hann á sjó fram, og fannst ekki lík lians fyrr en nokkrum dögum síðar. Þá bjuggu á Ámá í Héðinsfirði Erlendur Stefánsson og Guðlaug kona lians Einarsdóttir, fyrr bónda á Ámá, Ásgrímssonar, og börn þeirra. Áma stendur framarlega í dal þeim, sem liggur frarn af Héðinsfirði, og er fremsti bærinn vestan megin árinnar gegnt Möðruvöllum, sem þá voru í eyði, og nú eru báðir bæirnir það. Upp af Ámárbænum er Ámárskál, og liggur um hana leiðin um Hólsskarð til Sigluf jarðar. Lítil þverá fellur úr skálinni norðan við bæinn, og hefur hún grafið djúpt gil í brúnina og niður hlíðina. Norðan við Ámárskál er hár og brattur hnjúkur; legg- ur oft sunnan í hann snjóhengjur í utanhríðum, og svo liafði verið nú. Á pálma var gott veður og sólskin í Héðinsfirði, og hefur sólbráðar eflaust gætt þar, og eigi hvað sízt sunnan í móti í fjallinu norðan við Ámárskál.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Gríma

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Gríma
https://timarit.is/publication/1422

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.