Gríma - 01.09.1943, Qupperneq 59
Gríma] SNJÓFLÓÐIN í HVANNEYRARHREPPI 57
Var þá gengið að því að bjarga lömbunum, og reynd-
ist það auðveldara; náðust þau öll um nóttina
óskemmd. Snemma morguninn eftir var sent til Siglu-
fjarðar, og komu menn þaðan til hjálpar. Var þá mok-
að upp ærhúsið og tóttin, og fannst lík Ásgríms þar,
sem fyrr getur.
Erlendur bóndi beið þarna mikið fjárhagslegt tjón,
auk þeirra harma, að missa son sinn og tengdason svo
að segja í einu. — Á heimilinu voru eftir einar tólf
tvævetlur ,auk þeirra sárfáu af ánum, sem bjargað var
lemstruðum, og má nærri fara um það, að afurðir
þessara fáu kinda hafa hrokkið skammt til að fram-
fleyta svo stóru heimili, sem þarna var. En með dærna-
fáum dugnaði tókst Erlendi að koma skepnunum upp
á rnjög skömmum tíma, enda var hann afburða dug-
legur maður og þó fatlaður.
Lík Páls heitins fannst um það bil viku síðar, rekið
af sjó. — Kistur um þá Pál og Ásgrím voru sendar frá
Siglufirði; flutti sama skipið, sem fór með kisturnar,
líkin til baka.
Hrönnin af snjóflóðinu hjá Ámá var svo há, að hún
skyggði á mannaferðir neðan dalinn á stóru svæði, og
tók hana ekki upp að fullu fyrr en komið var langt
fram á sumar. Hafði flóðið flutt með sér grjót og
skemmt tún og engjar.
d. Snjóflóðið í Engidal.
Þegar snjóflóðið féll úr Skollaskál í Staðarhólsfjalli,
var hér staddur Skafti Stefánsson frá Nöf við Hofsós,
en hann er nú búsettur í Siglufirði. Hafði hann komið
á vélbát sínum frá Eyjafirði fyrir hríðina eða í byrjun
hennar og lá hér á Siglufirði veðurtepptur á heimleið
til Hofsóss. Lá hann hér til þess er upp birti. Bátur