Gríma - 01.09.1943, Side 64
3.
Sagnir Gísla Ólafssonar.
[Handrit Jóns Jóhannessonar fiskimatsmanns á Siglufirði.]
Gísli Olafsson, skáld frá Eiríksstöðum, er löngu orðinn þjóðkunnur
maður fyrir ljóð sín og kviðlinga, sem náð hafa miklum vinsældum.
Hitt er þjóðinni minna kunnugt, að Gísli hefur metkilega dulræna
hæfileika, því að hann hefur slíku lítt á lofti haldið og raunar neitað
því, að hann væri gæddur slíkri gáfu, en frásagnir þær, sem hér fara
á eftir, bera vitni um það.
Svo sem vænta mátti, segir Gísli snilldarvel frá. Eg hef við skrá-
setningu sagna þessara leitazt við að halda frásagnarblæ hans, en
hvort mér hefur tckizt það, verða aðrir um að dæma. Sagnirnar hef eg
lesið fyrir Gísla,og sagði hann þær rétt skráðar, nema hvað okkur
kom saman um að breyta nöfnum á sumum stöðum.
Gísli geymir eflaust með sér miklu fleiri sagnir en þessar fáu, sem
eg hef skráð. Er það skaði mikill, að hann gefur sér ekki tíma til að
skrásetja þær sjálfur, því að til þess er hann prýðilega fær.
3 a. Ónæðissöm jólanótt.
Árið 1914 var eg í húsmennsku að Fjósum í Svart-
árdal í Húnavatnssýslu. Eg var þá fyrir skömmu
kvæntur, og áttum við hjónin eitt barn, Huldu, sem
nú er gift kona í Siglufirði, en hún var þá um það bil
ársgömul. — Þá bjuggu á Fjósum hjónin, Gunnar
Jónsson og kona hans Ingibjörg Lárusdóttir bónda á
Skarði, Stefánssonar. — Við hjónin höfðum til íbúðar