Gríma - 01.09.1943, Page 66
64
SAGNIR GÍSLA ÓLAFSSONAR
[Grima
arlegt, en er þó Ingibjörg enn efst í huga og segi til
hennar aftur: „Nú, þú heldur þó víst ekki, að þú ger-
ir mig hræddan, Imba?“ — en svo var eg oft vanur að
nefna Ingibjörgu. Var hún kát, og áttum við stundum
í glettum. Ekki anzar stúlkan, en hún færir sig nú í
áttina að rúminu, þar sem kona mín og barnið sváfu
vært. Nú sé eg, að þetta er ekki Ingibjörg eða nein af
heimastúlkunum, heldur stúlka, sem eg hef aldrei fyrr
augum litið. Var stúlka þessi smávaxin, svona á stærð
við 12—15 ára telpu. Andlitið var einnig unglegt eins
og á unglingsstúlku og toginleitt, með nef stórt og bog-
ið. Augun voru ljósgrá, óvenju stór og starandi, en þó
deyfðarleg, og í augnaráðinu eitthvað óviðfelldið, ekki
ósvipað því, að augun væru hálfbrostin. Annars var
andlitssvipurinn fremur meinleysislegur. Stúlka þessi
var í mórauðum pilsgopa og að ofan í treyju eða ein-
hvers konar mussu í líkum lit. Yfir höfðinu hafði hún
ullar-þríhyrnu, og huldi hún hárið. Gekk hyrnan nið-
ur á herðarnar og var bundin á ská yfir öxlina, og
endarnir hnýttir undir annarri hendinni. Stúlka þessi
stóð kyrr um stund í skotinu hjá ofninum og starði á
mig, og fannst mér sem einhver ónot færu um mig
undan augnaráði hennar. Hún hafði alltaf haldið
vinstri hendinni fyrir aftan bakið, en þegar hún stóð
þarna í skotinu, brá hún hendinni allt í einu á loft, og
hlikaði þá á sveðju mikla; sýndist mér hún stefna
henni á barnið, sem svaf í rúminu hjá okkur hjónun-
um. Mér fannst nú nóg um, svo að eg snaraðist fram
úr rúminu og að stúlkunni. Hörfaði hún undan mér
og fram í ganginn, en eg elti hana. Fi'ammi í gangin-
um var dimmt, og rak eg mig á fremri hurðina, en hún
reyndist lokuð. Var þá og stúlkukind þessi horfin, en
ekki heyrði eg, að hún opnaði eða gengi um hurðina.