Gríma - 01.09.1943, Blaðsíða 70
68
SAGNIR GÍSLA ÓLAFSSONAR
[Gríma
hafðist illa við. Þó lifði Skjóni fram eftir sumrinu, en
loks varð að lóga honum sökum meiðslisins. Síðar fékk
eg vitneskju um það, að hesturinn var frá bæ einum
í Skagafirði, þar sem Ábæjarskotta var talin vera við-
urloða.
þ b. Var það svipur eða tvífari?
Á jólaföstunni 1931 dvaldi eg alllangan tíma í
Reykjavík og hélt þar nokkur skemmtikvöld í Varðar-
húsinu fyrir almenning, las upp ljóð eftir mig og söng
gamanvísur og þess háttar. Eg fékk góða aðsókn, oftast
húsfylli, og fólkið virtist una sér vel á þessum skemmti-
kvöldum.
Það var nú eitt kvöldið, þegar eg var að byrja að
lesa upp kvæði mín, að eg renndi augunum fram yfir
salinn. Sá eg þá tvær stúlkur sitja þar saman á bekk
eigi alllangt frá mér. Báðar voru stúlkurnar ungar og
myndarlegar, og þóttist eg strax þekkja aðra þeirra
sem stúlku norðan úr landi, er eg var vel kunnugur,
en hina þekkti eg ekki. Sú, er eg taldi mig þekkja, var
önnur af tveimur tvíburasystrum, og voru þær í aug-
um ókunnugra svo líkar, að tæpast var hægt að greina
þær að, en eg var þeim svo kunnugur, að eg þekkti
þær vel hvora fxá annarri. Önnur þeirra hét Hólmfríð-
ur, en hin Kristín, og var Hólmfríður gift í Reykja-
vík, en Kristín var ógift. Eg hafði einmitt hugsað mér
að leita þær systur uppi og heimsækja þær, ef mér
ynnist tími til þess.
Eg þóttist þekkja Kristínu þarna á bekknum fram
undan mér, en allt í einu flaug það sem elding gegn-
um huga minn, að Kristín var dáin; hún hafði dáið
fyrir tæpu ári. Eg varð hálf-hvumsa við þetta, því að
eg var svo viss um, að þetta væri Kristín eða Stína, eins