Gríma - 01.09.1943, Side 75
Gríma]
SAGNIR GÍSLA ÓLAFSSONAR
73
kona Soffíu og kom oft til hennar. Ásta átti heima á
Skólavörðustígnum, og minnir mig, að hún væri
ekkja. Ásta var einnig glaðlynd og greind. Hún kom
mjög oft til Soffíu, og voru þær miklar vinkonur.
J>að var nú kvöld eitt um veturinn, að eg var á leið
inn Hverfisgötuna, og þegar eg kom á móts við hús
það, sem Soffía átti heima í, hittist svo á, að þær Soffía
og Ásta komu þar út úr portinu. Þær heilsuðu mér
glaðlega að vanda og voru hinar kátustu. „Veiztu það,
Gísli,“ segir Soffía, „að það er auglýst ball og gömlu
dansarnir í Iðnó í kvöld? Þú ættir nú að bjóða okkur
þangað." — Eg tók þessu f jærri í fyrstu, en þær höfðu
gaman af að stríða mér á því, að eg tímdi því ekki. Eg
bauð þeim að láta þær fá aura fyrir aðgöngumiða, en
slíkt sögðust þær ekki taka í mál; eg yrði að koma
með þeim. Eg hafði ekkert við bundið þetta kvöld,
svo að það varð úr, að eg lét undan nauði þeirra.
Gengum við svo öll niður í Iðnó. Keypti eg aðgöngu-
miða handa okkur, og dönsuðum við svo frarn eftir
kvöldinu og skemmtum okkur vel.
Að áliðnu kvöldi hættum við dansinum, tókum yf-
irhafnir okkar og fórum út í þeim vændum, að halda
heim til okkar. — Þá var kominn rokstormur og úr-
liellis rigning. Eg segi við stúlkurnar, að eg verði að
reyna að ná í bíl til að aka okkur heim, því að annars
verðum við öll holdvot. Þær færðust undan því og
sögðu, að eg væri búinn að eyða nógu, þótt ekki bætt-
ist bílakstur við. Eg hélt þó fast við mitt og fór að
svipast um eftir bíl. — Þarna stóðu nokkrir bílar, sem
biðu eftir fólki af dansleiknum. Meðal þeirra var einn
ljósbrúnn á lit og stóð hann lítið eitt til hliðar. Eg
gekk að bíl þessum, og stúlkurnar komu á eftir mér.
Bílstjórinn sat inni í bílnum. Það var ungur maður og