Gríma - 01.09.1943, Blaðsíða 77
Gríma]
SAGNIR GÍSLA ÓLAFSSONAR
75
ig borga honum aksturinn, en bílstjórinn vildi ekki
taka við greiðslu. — „Hvert á eg nú að aka þér?“ spurði
hann mig, eftir að Ásta hafði kvatt okkur. Eg gaf hon-
um upp heimilisfang mitt, en það var uppi á Njarðar-
götu. — „Eg er ekki viss um, að eg muni nú, hvar þetta
er,“ sagði bílstjórinn. Hann virtist hugsa sig um and-
artak og sagði svo: „Jú, nú man eg, hvar það er,“ — og
síðan ók hann af stað upp eftir, en hann staðnæmdist
lítið eitt neðar í götunni en eg átti heima. „Er það
ekki hér, sem þú býrð?“ sagði hann. Eg sagði honum,
að eg ætti heima tveimur húsum innar í götunni, og
benti honum á húsið. Það var líkt og hann hikaði of-
urlítið, og svo sagði hann: „Eg var bara að athuga,
hvort eg gæti snúið við hérna, en eg ek bara niður á
næstu götu“. — Svo ók hann heim að bústað mínum.
Eg tók upp peninga og ætlaði að greiða honum fyrir
aksturinn, en hann vildi ekki taka við borgun. Eg
kvaddi hann svo og þakkaði fyrir aksturinn, og hann
ók burtu og hvarf mér út í næturmyrkrið. —
Það var orðið það áliðið kvöldsins, að fólkið í hús-
inu var háttað. Enn rigndi óhemju mikið, og storm-
urinn geisaði um auðar göturnar. Eg flýtti mér inn,
klæddi mig úr kápunni í forstofunni, hengdi hana á
snaga og lét þar eftir skóhlífarnar. Svo fór eg upp í
herbergi mitt og háttaði. Eg sofnaði strax og svaf vært
til morguns.
Um morguninn, þegar eg var kominn á fætur, hitti
eg húsráðanda. Hann fór að spauga við mig, eins og
hann gerði oft, um það, að það væri fallegt lag á mér,
að koma ekki heim fyrr en komið væri fram á nótt, —
„eða varstu nú með einhverri stúlkunni í gærkveldi?"
— „Já,“ svaraði eg, „og heldur með tveimur en einni.“
— „Varstu ekki votur, önnur eins ósköp og rigndi í