Gríma - 01.09.1943, Side 81

Gríma - 01.09.1943, Side 81
Gríma] SAGNIR GÍSLA ÓLAFSSONAR 79 Iðnó um kvöldið“. — Eg benti Ástu á þá staðreynd, að kápan mín var alveg þurr um morguninn og að það hefði hún ekki getað verið, ef eg hefði gengið heim á sama tíma og þær, því að mín leið hefði verið lengri en þeirra, og þær hefði, að hennar sögn, orðið hold- votar. Svo bætti eg við: „Hvernig stóð annars á því, að Soffíu varð svona mikið urn, þegar eg var að lýsa bíl- stjóranum fyrir ykkur og þegar eg nefndi ermahnapp- ana?“ — „Æ, minnztu helzt aldrei á þetta framar við aumingja Soffíu“, sagði Ásta, „það fær svo mjög á hana. Það ýfir upp gamalt, illa gróið sár. Áður en hún giftist, var hún trúlofuð pilti, sem var kallaður Steini, og hún liafði gefið honum hnappa eins og þú lýstir, skömmu áður en hann dó“. — „Hvernig dó hann?“ spurði eg. — „Hann drukknaði hérna í höfninni", sagði Ásta; „hann var bílstjóri og hann ók fram af hafnarbakkanum. Hnapparnir, sem Soffía hafði gefið honum, voru í skyrtuermunum hans, þegar lík hans náðist upp með bílnum". — Nöfnum er breytt í sögu þessari.

x

Gríma

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Gríma
https://timarit.is/publication/1422

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.